16.3.09

hvað er svona flókið?

Ég veit ekki alveg hvað ég á að halda um Alþingi og sitjandi ríkisstjórn í augnablikinu. Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla voru samþykkt fyrir rétt rúmu ári, í ársbyrjun 2008 og hafa verið í gildi í slétt ár á miðvikudaginn. Það er því vart hægt að kalla þau barn síns tíma, þó ýmislegt hafi breyst í samfélaginu á þessu ári. Í 15. grein þeirra, um þátttöku í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera stendur:
Við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þetta gildir einnig um stjórnir opinberra hlutafélaga og fyrirtækja sem ríki eða sveitarfélag er aðaleigandi að.
Þegar tilnefnt er í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal tilnefna bæði karl og konu. Tilnefningaraðila er heimilt að víkja frá skilyrði 1. málsl. þegar hlutlægar ástæður leiða til þess að ekki er mögulegt að tilnefna bæði karl og konu. Skal tilnefningaraðili þá skýra ástæður þess.
Skipunaraðila er heimilt að víkja frá ákvæði 1. mgr. ef undanþáguheimild 2. mgr. á við.

Nú spyr ég: hvernig samræmist skipun í Seðlabankaráð og stjórnarskrárnefnd þessum lögum? Mér finnst þetta ekki flókið ákvæði. Hvernig er það, getur Jafnréttisstofa kært ríkisstjórnina og er hægt að beita dagsektaákvæði jafnréttislaganna á hana?
Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment