12.2.09

efnahagshrunið og öryggismál

Öryggismál eru eitt af þeim málefnum sem hefur skapað hvað dýpstan ágreining í íslensku samfélagi í gegnum tíðina. Í verkefni sem ég er nú að vinna að - og birtist að hluta í grein hér - held ég því fram að sjálfsmyndir Íslands í öryggismálum séu að mörgu leyti úreltar, sérstaklega hvað varðar nálgun okkar að ytra öryggi. Þessar sjálfsmyndir byggjast enda á skilningi sem er algjörlega ríkismiðaður, en í fræðaheiminum hefur sá skilningur verið talinn ófullnægjandi tæpa síðustu tvo áratugina. Eitt af því sem átakanlega skortir á er að skoða efnahag ríkja út frá öryggissjónarmiðum. Ég skrifa pistil á Smuguna í dag um þetta efni, þar sem ég bendi á að hrunið á Íslandi sé eitt fyrsta dæmið sem sannar kenningu frá því fyrir rúmum tíu árum síðan, að þjóðhagkerfi gæti þurft að öryggisvæða.
Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment