22.1.09

Obama heldur Blackberryinu

Stóru málin eru greinilega komin á dagskrá í Hvíta húsinu. Obama tók slaginn við ráðgjafa sína og leyniþjónustuna, sem á að tryggja öryggi hans, og tókst að finna leið til þess að halda öðru Blackberryinu sínu virku eftir að hann sór forsetaeiðinn. Vaninn er sá að forsetar setja allar persónulegar eigur sínar í geymslu, þ.m.t. greiðslukort og gemsa. Obama var alltaf með tvö Blackberry í gangi og stólar á samskipti við fólk, aðra en nánustu ráðgjafa, í gegnum þau. Þannig telur hann sig geta fengið ábendingar um það hvort hann sé að gera mistök sem hans nánasta starfsfólk skynjar ekki, detta úr sambandi við almenning. Hann þarf samt að skipta um netfang og öll samskipti sem hann á í gegnum Blackberryið eru vistuð og geta orðið opinber gögn eftir að hann lætur af embætti. Talið er að hann verði með þessu fyrsti sitjandi forsetinn til að nota tölvupóst.
Setja á Facebook

2 comments:

Jensi said...

Er ekki frekar spurningin um fréttamat fjölmiðla (og bloggara?)

Obama og hans starfslið er væntanlega ekki að gera mál úr þessu? Þó þetta sé tæknilega fremur áhugavert þar sem öll samskipti Blackberry í BNA fara í gegn um þjóna sem eru hýstir í Kanada.

Silja Bára Ómarsdóttir said...

þetta verður reyndar sennilega ekki Blackbery heldur sambærileg græja, man ekki frá hverjum, sem kostar $3300 og leyfir meiriháttar dulkóðun og svoleiðis. Mér finnst þetta bara fyndið - hefur verið mikil umræða um þetta frá því hann var tilnefndur enda fyrsti forsetaframbjóðandinn sem er tæknivæddur. Svo er áhugaverða hliðin á þessu með samskipti annarra aðila við hann, sem verða opinber gögn, jafnvel án þess að það fólk hafi gefið leyfi fyrir því.

Post a Comment