Það hafa ýmsir verið að tala um það í dag hversu skrýtið hafi verið að sjá Barack Obama, hinn þaulvana ræðumann, hiksta á þeim örstuttum texta sem embættiseiður forsetans er. Einhverja heyrði ég grínast með það að hann hefði greinilega ekki gott skammtímaminni.
Útskýringin er þó önnur. Texti embættiseiðsins er svohljóðandi: "I do solemnly swear (or affirm) that I will faithfully execute the office of President of the United States, and will to the best of my ability, preserve, protect and defend the Constitution of the United States." John Roberts, forseti Hæstaréttar, fer með eiðinn og Obama á að endurtaka hann. Roberts (sem Obama greiddi atkvæði gegn þegar hann var tilnefndur til Hæstaréttar) setti orðið "faithfully" á rangan stað í eiðnum. Mér sýnist Obama hafa byrjað á því að endurtaka næstum vélrænt það sem dómarinn sagði, en áttað sig síðan á því að eitthvað væri að, þó hann hafi kannski ekki vitað strax hvað það var. Dómarinn skaut þá orðinu "faithfully" inn á næstum réttan stað og Obama fór með eiðinn þannig - ekki alveg eins og stjórnarskráin segir til um, en hann er væntanlega samt lögmætur forseti!
Var að fá senda fréttaskýringu frá ABC sem virðist taka sama pólinn í hæðina og er með þetta orð fyrir orð.
UPPFÆRT: Hér er frétt um að Obama hafi farið aftur með embættiseiðinn. Ég hefði haldið að hann væri gildur, en ég er ekki forseti Hæstaréttar.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Ástæðan fyrir því að Obama greip frammí var sú að yfirleitt er þetta lesið upp og endurtekið í styttri bútum sbr þegar Bush sór sinn eið.
Mér datt í hug þegar ég sá þetta, að maðurinn sem las, hafi ekki gert þetta rétt.
En Obama er flottastur.
Ég skildi þetta líka svona. Vitlaust orðalag og búturinn of langur í ofanálag. En hverjum er ekki sama um orðalag? Hann er réttur maður á réttum stað.
Æji greyið var hann ekki með teleprompterinn sinn?
LS.
Eitt var ég ekki að skilja. Af hverju eiðurinn sem Biden tók er allt öðru vísi en sá sem Obama fór með? Hef aldrei veitt þessu svona mikla athygli eins og núna. Vissi ekki betur og hélt þess vegna að eiðurinn hefði virkilega klúðrast!!
En þetta var nú hálf skrítið að sjá Obama hiksta á þessu. En þetta verður að skrifast á forseta Hæstaréttar ef þetta er svona eins og þú segir. Hvernig las hann þetta vitlaust upp fyrir Obama?
Annars var alveg magnað að sjá Obama taka við og ræðan hans var frábær. Það verður spennandi að fylgjast með Obama.
jhe
Post a Comment