20.1.09

ætli Obama svitni í dag?

Ég hef verið önnum kafin við önnur skrif en á vefinn. Skrifaði samt pistil um Obama fyrir Smuguna í dag.


Í gær, og alltaf þriðja mánudag í janúar, var dagur Martins Luthers Kings haldinn hátíðlegur í Bandaríkjunum. Barack Obama kom við í athvarfi fyrir heimilislausa táninga í Brooklyn á leið sinni til Hvíta hússins. Forsetinn verðandi bretti upp skyrtuermarnar og málaði einn vegg í athvarfinu, fyrir táningana og myndavélarnar. Þegar starfsmaður í athvarfinu spurði hvort hann væri farinn að svitna, svaraði hann: „Ég svitna ekki.“


Gleðilegt ár og allt það.
Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment