22.1.09

Hillary sver embættiseið, Kennedy dregur sig í hlé

Hillary Clinton hlaut yfirgnæfandi stuðning fyrrum félaga sinna í öldungadeildinni til að verða utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún sór embættiseiðinn kl. 17:29 í Washington og sagði strax af sér með því að senda samhljóða tilkynningar til Joe Biden varaforseta og David Paterson, ríkisstjóra í New York. Fastlega hafði verið reiknað með því að Caroline Kennedy myndi taka sæti hennar í öldungadeildinni, en hún er nú sögð hafa dregið sig í hlé. Arftaki Clintons verður væntanlega kynntur á laugardag, en það þýðir að Paterson þarf að vinna hratt í því að finna manneskju í stað Kennedy, sem var talin nokkuð örugg með starfið.
Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment