4.12.08

Ísrael undirbýr árás á Íran

Jerusalem Post segist í dag hafa heimildir fyrir því að ísraelski herinn sé farinn að undirbúa árás á kjarnorkuver í Íran. Þetta hefur að öllum líkindum verið lengi í gerjun en það sem er sérstakt við þessar áætlanir er að í þeim er ekki gert ráð fyrir stuðningi frá Bandaríkjunum. Í greininni er því haldið fram að Ísrael hafi farið fram á stuðning Bandaríkjaforseta við árás í maí en ekki fengið. Bandaríkin hafa hins vegar veitt Ísrael aðgang að early warning kerfum og vildu með því bæði sýna Íran viðbúnað sinn á svæðinu og fá Ísrael til að halda sig á mottunni. Ísrael er auðvitað að þrýsta á stuðning bæði Bush og Obama með þessum undirbúningi. Áherslan á Íran er ekki ný, Roger Cohen skrifaði þennan pistil í NYT tveimur vikum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum, þar sem hann færði rök fyrir því að Íran yrði að vera forgangsverkefni í utanríkisstefnu Obama. Hann vildi að samið yrði við Íran, sem gæti forðað árás og stríðinu sem henni myndi fylgja. Ísraelar eru ansi sáttir við utanríkis- og öryggismálateymið sem Obama hefur sett saman, en Jerusalem Post bendir á að í ljósi þess að hvorki Ísrael né Palestína verði í stöðu til að semja skömmu eftir að Obama tekur við völdum, þá sé tilvalið fyrir hannjavascript:void(0) að taka almennilega á málum í Íran.
Setja á Facebook

1 comments:

Anonymous said...

Einhver verður að vinna skítverkin - eða ertu fylgjandi því að ríki sem stendur á bak við hryðjuverk í Líbanon, Tyrklandi og víðar komist upp með það að lýsa því yfir að Ísraelsríki beri að eyða? Hvað myndir þú gera ef Gordon Brown hefði út yfir "hryðjuverkastimpilinn" sem hann setti á Ísland, í hvert skipti sem hann birtist umheiminum sagst ætla að murka lífið úr Íslendingum?

Annars finnst mér gaman að sjá, að sjórnmálafræðikennari við HÍ þekki ekki betur til Miðausturlandastjórnmála en fram kemur hér. Þegar Ísrael hefur gert árásir á ákveðin hernaðarleg skotmörk inni í löndum fjandríkjanna, þá er það ekki tilkynnt fyrirfram. Þessi umræða sem nú fer fram er "munnlegur hernaður" en einnig á vissan hátt óttaumræða meðal gyðinga og Ísraelsmanna, sem líta á Íran sem ógn við tilvist sína.

Ísraelsríki er vel kunnugt um að hryðjuverkaríkið Íran, þar sem mannréttindi og sér í lagi kvenréttindi eru fótum troðin, á upp á pallborðið hjá einfeldningum á Vesturlöndum. Hatbeitt viðbrögð frelsaðra einfeldninga gegn Ísrael, sem oft ganga lengra í orðavali en Amadinjad, gefur Bandaríkunum ástæðu til að óttast.

Þvi fyrr sem kjarnorkuver olíuveldisins Írans verða jöfnuð við jörðu, því betra. Ekki getur nokkrum manni þótt fengur í því að stjórnarfar það sem nú hefur þjakað írönsku þjóðina og nágranna hennar síðan á 8. áratug síðustu aldar haldi áfram að eyða út frá sér. Eða eru kannski til margir stuðningsmenn þessa ógnarríkis á Íslandi?

Post a Comment