3.12.08

stjórnmál og ótti

Við í stjórnmálafræðideild HÍ erum að fá nýjan kollega næsta haust, en það er Hulda Þórisdóttir, sem er nú nýdoktor við Princeton háskóla í Bandaríkjunum. Hulda er félagssálfræðingur og rannsakar áhrif ótta á stjórnmálaafstöðu.

Fyrirlesturinn fer fram í stofu 101 í Lögbergi á föstudag kl. 12.00 til ca. 13.15. Í fyrirlestrinum mun Hulda fjalla um hvernig ótti getur leikið mikilvægt pólitískt hlutverk, jafnt meðal almennings og stjórnmálamanna, meðvitað og ómeðvitað. Hulda mun greina frá niðurstöðum tilrauna, þar sem hún hefur meðal annars laðað fram (milda) óttatilfinningu meðal þátttakenda og mælt stjórnnmálaviðhorf í kjölfarið. Í þessum rannsóknum er leitast við að sýna framá að ótti muni stýra hugsun fólks í átt að vissu og öryggi með fyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir pólitíska afstöðu. Að lokum verður rætt hvernig niðurstöður þessa rannsókna og annarra af sama meiði hafa átt sér hliðstæðu í atburðum undanfarinna vikna á Íslandi.

Get ekki ímyndað mér annað en að þetta verði áhugavert, sérstaklega í ljósi ástandsins hérna á Íslandi.
Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment