7.11.08

neyðarstjórn kvenna til umræðu

Í kvöld á ÍNN er tekið viðtal við þrjár flottar konur úr Neyðarstjórn kvenna, en rúmlega 1600 konur eru skráðar í hana. Neyðarstjórnin stendur fyrir ýmsum aðgerðum, í dag er m.a. haldið námskeið fyrir ráðamenn um samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða - sem ég er einmitt að hlaupa út til að kenna á.
Setja á Facebook

8 comments:

Anonymous said...

Já er það tilfellið að 1600 konur séu skráðar?
Hvernig væri að neyðarstjórnin tæki eins og ein mótmæli til að sýna styrkinn?
T.D. væri alveg kjörið að mótmæla háttalagi formanns VR m.a. vegna þess að meirihluti félagsmanna í VR eru konur og að hann hefur tekið hagsmuni auðjöfranna vina sinna framyfir hagsmuni umbjóðenda sinna.
Eða nennið þið í kvenna-mennta-elítunni ekki svoleiðis verkamannadellu eins og að taka þátt í mótmælum?

Anonymous said...

Jafnréttisbarátta yfirstéttarkvenna snýst eingöngu um að ota sínum tota. Þetta er gert með því að þykjast vera að berjast ósérhlífinni baráttu fyrir þjóðfélagslegu jafnrétti. Það er vonandi að Birna "minnislausa" Einarsdóttir, Elín "ógagnsæa", Ingibjörg "ég var í New York", Þorgerður "gjaldþrota" Katrín fái að vera með. Gott væri að fá erlenda ráðgjafa einsog Ritt "fimm stjörnu" Bjerregard, Monu "Toblerone" Sahlin, Edit "vinagjöf" Cresson, Gro "Pepsi" Brundtland til ráðgjafar. Þær þurftu allar að segja af sér vegna spillingarmála og virðist sem hlutfall spilltra kvenna í stjórnmálum sé tífallt á við karla. Ef jafnrétti er ávísun á spillingu, þá legg ég til að við bíðum þangað til við eigum fyrir því.
Doddi

Anonymous said...

Mér er spurn...
Gaman væri að vita hvort ráðamenn hafi mætt í vörubílaförmum á námskeiðið um samþætt...kynja...(PC e-ð).
Vita margir af þessari kvenlægu neyðarstjórn?
Ekki hafði ég hugmynd um hana. Þarf nokkuð að óttast vopnaða bylltingu?
Ps. Skemtileg fyrri komment, greinilegt að hin íslenski kommenta-bloggari lætur ekki mennta elítuna vaða uppi?
Kveðja, Elís

Anonymous said...

Doddi, hefu þú heimildir fyrir því að konur séu frekar eða meiri spilltar en karlmenn í störfum? Eða ertu bara að skóta út í loftið?

Nafnlaus, þessi grasrótarhreyfing er ekki hreyfing kvenna-mennta-elítunnar. Finnst þetta komment bera keim af einhverskonar píslarvættis-hroka.

Silja, skemmtilegur þáttur á ÍNN! Ég bind miklar voni við Netðastjórnina og hlakka til að vera hluti þessu afli.

kv. Eydís

Silja Bára Ómarsdóttir said...

Alltaf jafn gaman að fá nafnlausar athugasemdir. Fyrsti: Takk fyrir, við hlaupum upp til handa og fóta og gerum eins og okkur er sagt, eins og konur hafa alltaf gert. Eða viltu kannski leyfa þessum hópi kvenna að ákveða sjálfum hvað hann gerir? Það er hellingur af mótmælum í gangi nú þegar. Spurning um að skoða aðrar leiðir? Og kannski verður mótmælt líka.
Annar (Doddi): Það hafa það fáar konur verið við völd að þú getur nefnt þær flestar sem hafa verið sekar um spillingu. Reyndu að telja upp alla karlana hérna. Góða skemmtun. Svo má líka reyna að hafa rétt fyrir sér - Gro Harlem var vissulega sökuð um spillingu en það var löngu eftir að hún var hætt í stjórnmálum. Og hvað á það að ISG hafi verið í læknismeðferð í NY að hafa með spillingu að gera?
Þriðji (Elís): Nei, eins og venjulega þegar rætt er um jafnrétti kynjanna höfðu flestir valdamenn "mikilvægari" hluti að gera. Þeir þingmenn sem mættu (einn úr stjórnarflokkunum, nokkrir úr andstöðunni) voru allir mjög ánægðir með námskeiðið. Ég get ekki séð að mennta-elítan vaði uppi þó ég nefni að ég hafi verið að kenna á námskeiði. Viltu útskýra það eitthvað? Og amk 1700 manns vita af neyðarstjórninni - og núna þú líka.
Eydís: Sammála, þær stóðu sig vel stelpurnar og flottur þáttur hjá Ásdísi. Ég er líka mjög spennt fyrir þessum hópi og treysti því að hann skili árangri.

katrín anna said...

Flott svar Silja. En hvað kommentin frá strákunum voru fyrirsjáanleg... jú, Neyðarstjórnin var einmitt stofnuð til að taka við skipunum frá strákunum um hvað við ættum (og mættum) gera... Líka gaman að sjá hrokann gagnvart menntun. Er mantran í alvörunni að menntun og þekking sé af hinu slæma? Þekking og menntun æðstu ráðamanna og bankagaura hefði kannski komið í veg fyrir þjóðarkreppuna!

Anonymous said...
This comment has been removed by a blog administrator.
Silja Bára Ómarsdóttir said...

ég eyddi færslu hér að ofan þar sem í henni fólst árás á manneskju. Ég mun ekki líða það á þessari síðu.

Post a Comment