5.11.08

starfsmannastjóri Obama

Rahm Emanuel hefur verið boðið að vera starfsmannastjóri (Chief of Staff) í Hvíta húsinu. Jerusalem Post er með skemmtilega kynningu á fréttinni: "Hinum hebreskumælandi þingmanni, Rahm Emanuel, sem er sonur Ísraela, boðið að vera starfsmannastjóri Obama." Þetta er auðvitað í takt við það að Obama lýsti yfir afgerandi stuðningi við Ísrael um leið og hann var kominn með tilnefningu demókrataflokksins í sumar. Politico var um helgina með vangaveltur um það hverjir yrðu ráðherrar hjá Obama - listinn er hér - Hillary Clinton er hvergi á blaði en Arnold Schwarzenegger er nefndur sem orkumálaráðherra.

Ég sá svo á Africa News fyrr í dag - síðan virkar ekki í augnablikinu - að 6. nóvember hefði verið lýstur opinber Obama-frídagur í Kenýa.
Setja á Facebook

3 comments:

Anonymous said...

Heyrðu mín kæra. Bestu þakkir fyrir að gefa okkur hinum hlutdeild í þekkingu þinni og innsýn inn í bandarísk stjórnmál. Þið Ingólfur Bjarni eruð hörku "team".
Kv, Helga Sigrún

Gummi Erlings said...

Ætli það sé einhver von til þess að Samantha Power snúi aftur til að vinna með Obama?

Silja Bára Ómarsdóttir said...

Sæl Helga og takk fyrir það! Mér leiðist nú ekkert að tala;)
Gummi: mér sýnist allt stefna í að Power fái einhverja stöðu hjá Obama - en núna er ég mest pirruð yfir því hversu miklar líkur eru á því að Lawrence Summers (fyrrverandi rektor Harvard) verði fjármálaráðherra.

Post a Comment