4.10.08
gleymdi
Ætlaði að bæta við í lokin á færslunni í gærmorgun en þurfti að hlaupa út: Sama hvort fólki finnst Biden eða Palin hafa staðið sig betur (og mér fannst Biden standa sig ágætlega en ekki framúrskarandi og Palin þokkalega og mun betur en reiknað var með) þá hefur frammistaða þeirra mjög lítil áhrif á niðurstöðu kosninganna. Það dregur þó æ nær kosningum og fleiri eru að taka afstöðu í könnunum. Efnahagsástandið hjálpar Obama líka, því nú vill fólk heyra um samtryggingu samfélagsins en ekki eiginhagsmuni. New York Times er komið með Obama í 260 (af 269 sem þarf til að vinna) á móti 200 fyrir McCain. Á CNN fær Obama 250 og McCain 189. Á RealClearPolitics er Obama með 264, McCain 163. 538 og ElectoralVote eru einu þeirra sem ég skoða reglulega sem spá Obama öruggum sigri nú þegar, með 338 atkvæði á móti 185 fyrir McCain en á þessum síðum er öllum ríkjum úthlutað, sem hinar gera ekki.
Setja á Facebook
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
0 comments:
Post a Comment