Ég skrifaði fyrir nokkrum dögum að niðurstaða kosninganna gæti oltið á Michigan eða Colorado. Í nýliðinni viku hætt McCain að reka kosningabaráttu í Michigan svo ef það var rétt að Michigan væri oddaríkið, þá er Obama búinn að vinna. Hann er mun nær því í öllum könnunum, en þó standa enn sex ríki eftir þar sem niðurstaðan er óljós: Colorado, Flórída, Nevada, New Hampshire, Ohio og Virginía. Þessi ríki hafa samtals 78 kjörmenn. Efnahagsmálin hafa meiri áhrif á framboð McCains - hér er áhugaverð grein um aðstæður kjósanda í Michigan - og það hversu hart Obama berst og í mörgum ríkjum þýðir að hann er í vörn og getur ekki sótt inn í ríki þar sem demókratar unnu með litlum mun í síðustu kosningum. Góð samantekt hér á NYT um þetta og stöðukort hér að neðan:

Frank Rich er greinilega mjög illur út í Palin í þessum pistli hér. Mér finnst sérstaklega athyglisvert að hann telur Palin vera tilfinningalausa (ískalda) vegna þess að hún brást ekki við tilfinningum Bidens þegar hann klökknaði, en í lokin segir hann að Palin hafi í raun sigrað McCain í kappræðunum, ekki Biden, og að fljótlega verði hann beðinn að setja hag flokksins í forgang og skipta um sæti við Palin.
0 comments:
Post a Comment