2.10.08

ekki bara erfitt að horfa á Palin

Kappræðurnar milli Biden og Palin hefjast eftir tvo tíma. Nóg að hlakka til - Palin hefur gengið illa í viðtölum upp á síðkastið og virðist ekki alltaf vera með flóknari stefnumál á hreinu þó hún sé flink í hugmyndafræði flokksins. Biden hins vegar er með hugmyndirnar á hreinu en ekki alltaf samkvæmur stefnu framboðsins og verður oft fótaskortur á tungunni. Hér eru nokkrar gloríur frá honum til að stytta sér biðina.

*** Uppfært: Ég steingleymdi að setja inn tengilinn á bingóspjald fyrir þessar kappræður!
===

Ég sé að Eyjufrétt gerir mál úr því að Steingrímur J vilji kalla forystufólk saman til fundar og loka dyrunum þar til lausn næst. Þetta er vel þekkt aðferð í samningatækni og var meðal annars notuð í Oslóarsamningunum milli Ísraels og Palestínu, auk þess sem hvíti reykurinn vísar til þess hvernig nýr páfi er valinn - einmitt á lokuðum fundi sem lýkur ekki fyrr en niðurstaða næst. Skuldbindingin, að loka á eftir sér, gefur til að kynna að fólk ætli sér að hlusta á það sem viðsemjendur segja. Óvitlaust að reyna þetta - þó að mínu mati þurfi meira að koma til en þjóðarsátt til að leysa þann vanda sem nú steðjar að.
Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment