14.10.08

ekkert spennandi lengur

Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er bara hætt að vera spennandi. Nýjustu tölur hjá RCP sýna Obama með 313 kjörmenn og McCain 158. Þá eru 67 eftir í pottinum og Obama samt búinn að vinna með yfirburðum. 538 er með svipaðar tölur - Obama með 360, McCain 178. Þeir sýna eins og áður engin óvissuríki, úthluta öllum. CNN er mun varkárara, hefur Obama með 264 (vantar sumsé enn 6) og McCain 174. Meðan efnahagsmálin halda áfram að malla svona, þá breytist ekkert - þó kynþáttur Obama gæti enn spilað inn í. Það er farið að rifja upp að Kerry hafi kennt tapi sínu fyrir fjórum árum á myndband frá Osama Bin Laden, eitthvað svoleiðis gæti hresst upp á keppnina nokkrum dögum fyrir kosningar.

En grínlaust - síðustu kappræðurnar eru á morgun (kl. 1 um nótt hér, sýnt á RÚV nema það verði líka... nei, það er þjóðnýtt). Þeir ætla að sitja við borð, andspænis hvor öðrum og það verður loftkæling yfir höfðinu á þeim báðum til að koma í veg fyrir að þeir svitni eins og Nixon gerði í kappræðunum sínum við Kennedy. Hér eru nokkrar spurningar sem munu ekki heyrast. Er þetta það sem skiptir máli eins og ástandið í heiminum er í dag? McCain þarf kraftaverk til að snúa slagnum sér í vil. Giuliani segir að McCain verði að halda þjóðaröryggishugmyndum vakandi í kappræðunum, að Bandaríkjamenn megi ekki gleyma því í efnahagshremmingunum að enn stafi ógn af hryðjuverkum.

Boston Globe lýsti í dag yfir stuðningi við Obama. Globe studdi McCain í forvali repúblikana, en í þessum pistli er sá stuðningur dreginn all harkalega til baka. Hér er lýsing á því hvernig kosningafundir hans eru farnir að draga fram öfgafyllstu elementin í bandarískum kjósendum. Bendir reyndar á að hann bregst jafnvel við Obama til varnar. Held þetta sé nokkuð lýsandi fyrir ástandið hjá þeim gamla.

Þrjár vikur í kosningar, innan við hundrað dagar eftir af Bush í embætti. Hvað tekur við? Hér eru áhugaverðar vangaveltur um Hæstarétt undir næsta forseta. Ef McCain verður forseti má reikna með fleiri einhliða hernaðaraðgerðum, Obama er líklegri til að vinna meira í gegnum alþjóðastofnanir. En verða Bandaríkin það stórveldi sem þau hafa verið? Ég er farin að efa það stórlega.
Setja á Facebook

5 comments:

Anonymous said...

Verður Acorn málið ekki notað sem "hneykslið" til að sverta Obama á lokasprettinum? Mér sýnist á CNN að það eigi að reyna að gera eitthvað mikið úr tengslum Obama við þessi samtök.

Anonymous said...

Skemmtilegt freudian slip að skrifa Obama Bin Laden...
BJ

Silja Bára Ómarsdóttir said...

já, ég er að verða eins og Bandaríkjamennirnir - sem betur fer er hann vanur þessu!

Anonymous said...

Tékkið á þessu:

http://www.dailymail.co.uk/news/article-1077345/Ive-lost-faith-The-Messiah-How-EDWARD-HEATHCOAT-AMORY-lost-Obama-mania.html

Anonymous said...

Ég er bara að bíða eftir því að Bush setji neyðarlög og fresti/aflýsi kosningunum, vegna efnahagsvanda...

Post a Comment