8.10.08

efnahagurinn, kjáni!

Það er sama sagan alls staðar. Lítið annað en efnahagsmálin sem komast að. Eins og ég sagði í síðustu færslu, þá segja um 60% kjósenda í Bandaríkjunum að efnahagsmálin muni ráða atkvæði þeirra. Þegar Bill Clinton var í framboði 1992 voru það 43% sem sögðu slíkt hið sama.



Kappræðurnar (ef svo má kalla) í gær voru aðeins líflegri en síðast, en ekki mikið. Frambjóðendurnir tengdust aðeins meira spyrjendum í þessu fyrirkomulagi, en McCain gerði meira úr því að nota nöfn áhorfenda, snerta þá og sýna athygli. Það dugði þó ekki til, 54% þeirra sem horfðu telja Obama hafa unnið, aðeins 30% töldu McCain hafa unnið. Skðanakannanair stenfa væntanlega í sömu átt. David Gergen benti reyndar á það á CNN að Obama hefði innbyggt forskot í kerfinu - það eru fleiri skráðir demókratar en repúblikanar, mjög fáir skipta um skoðun við kappræðurnar svo það eru að öllum líkindum fleiri sem telja hann hafa unnið. En könnun CNN dregur þó fram að 64% aðspurðra hafi jákvæða mynd af Obama eftir kappræðurnar, úr 60% fyrir þær. Jákvæð afstaða gagnvart McCain var 51% fyrir og eftir - hann sumsé er ekki að vinna atkvæði.

Eitt fannst mér athyglisvert, svona í ljósi þess hvernig málin eru hérna heima. McCain lagði til að ríkið keypti upp húsnæðislán og byði íbúðaeigendum að láta endurmeta húsnæðið og fá ný lán út frá breyttu mati. Ég hélt að hann ætti að vera hægrimaðurinn þarna? Þetta finnst mér eiginlega alveg ótrúleg tillaga og velti fyrir mér hvort það væri einhver möguleiki á að framkvæma hana.

Hér er skemmtileg grein um mann sem hefur verið andstæðingur fjölda frambjóðenda í æfingum fyrir svona kappræður. Hann bendir m.a. á að fyrirkomulagið í gær geti verið erfiðara, því leikmenn móta spurningarnar og þær geta því verið aðeins óljósari en þegar þær koma frá fjölmiðlafólki sem er vant og gjarnan með tækniorðaforðann á hreinu. Annars fannst mér þessar kappræður frekar geldar. Á samt alveg örugglega eftir að vaka eftir næstu, sem verða eftir viku, aðfaranótt fimmtudagsins 16. október hjá okkur.

Og svona til gamans, eða þannig: Fimmta mest senda greinin á IHT í dag er þessi: Caught in financial crisis, Iceland tries to tap Russia.
Setja á Facebook

1 comments:

egillm said...

Ein spurning. Ég horfði á CBS í gær og þar var gerð könnun meðal óákveðinna kjósenda. Nú veit ég ekki hversu vísindalegt þetta var en ein spurningin var "Telurðu Obama/McCain vera tilbúinn til að taka við starfi forseta?" - Niðurstöður þessarar spurningu sýndu að 84% töldu McCain tilbúinn en einungis 57% töldu Obama vera það.

Ég er svona að reyna átta mig á þessu - þar sem meirihluti í skoðanakönnunum virðist hallast að Obama en skv. þessari könnun þá telur þó stór minnihluti að hann sé ekki tilbúinn í starfið. Er það eitthvað tengt því að þetta eru óháðir kjósendur eða?

Post a Comment