13.9.08

stjórnmálaskop - hver leikur Palin á SNL?


Grínþátturinn Saturday Night Live hefur verið sýndur í Bandaríkjunum í 34 ár og stjórnmálaeftirhermur eru ein af uppistöðum þáttarins. Þátturinn kemur úr sumarfríi í kvöld og aðalspennan virðist vera hver eigi að leika Sarah Palin - enda segja pennar þáttarins að þar sé af nógu að taka þó hún sé ný á sviðinu. Jafnvel er talað um að höfuðsnillingurinn Tina Fey snúi aftur til að taka hlutverkið að sér, en eins og sjá má á myndinni hérna eru þær ekki óáþekkar. Barack Obama á líka að birtast í þættinum, en í haust framleiðir SNL þrjá sérstaka stjórnmálaþætti. Meira hér.

Það eru ekki bara sjónvarpsþættir sem gera grín að stjórnmálunum, Joe Biden stendur alveg undir óheppilegum augnablikum sjálfur. Í síðustu viku hélt hann ræðu þar sem hann fór út í nokkuð langar vangaveltur um það að Hillary Clinton hefði jafnvel verið betri varaforsetaframbjóðandi en hann sjálfur. Má reikna með að repúblikanar noti þá klippu í auglýsingar með haustinu. Toppurinn hjá honum var sennilega þegar hann bað ríkisþingmann í hjólastól að standa upp:
.
Svo hefur hann kallað Obama Barack America og e-n tímann sagði hann að konan sín væri ótrúlega falleg, en því miður með doktorspróf líka. Meira um mismæli Bidens hér.

Í framhaldi af þessu er gaman að rifja upp annan varaforsetaframbjóðanda (og síðar varaforseta) sem var þekktur fyrir óheppilega framkomu, Dan Quayle.



Og í lokin, samþjöppuð samantekt af landsfundum repúblikana og demókrata:



Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment