1.9.08

Sarah Palin að verða amma

Landsfundur repúblikana verður eitthvað minni í sniðum en ætlað var vegna fellbylsins Gústafs, sem gekk á land í Louisiana fyrir skemmstu. Þegar hefur verið tilkynnt að ekkert verði sýnt frá fundinum í sjónvarpinu í kvöld. Ákvörðunin að kynna Sarah Palin sem varaforsetaefni McCains strax morguninn eftir að landsfundi demókrata lauk virðist sífellt betri, því umfjöllunin gæti verið sú mesta sem repúblikanarnir fá í vikunni.

Palin er þó töluvert í fréttum - skv. þessari grein gengu sögusagnir fjöllum hærra um helgina um að hún væri ekki móðir yngsta barnsins heldur amma þess. Drengurinn er fæddur í maí. Nú kemur staðfesting frá henni þess efnis að elsta dóttir hennar, Bristol, sem er 17 ára, sé komin fimm mánuði á leið og ætli að gifta sig - þeir sem kunna að reikna sjá að hún gæti ekki verið móðir bróður síns ef hún er komin fimm mánuði á leið. Dálkahöfundar og bloggarar eru á fullu að skrifa um hana og valið McCains á henni og skoðanir eru vægast sagt skiptar. Bill Kristol, íhaldssamur penni hjá NY Times, bendir á að Palin sé sá frambjóðandi sem minnst er vitað um, svo hún fær eflaust mesta athygli á næstu mánuðum. Hann segir að hún sé öflugur frambjóðandi, fljót að læra og mikill fighter. Kristol minnir líka á tilvitnun í Margaret Thatcher, sem sagði: "Ef þú vilt láta segja eitthvað í stjórnmálum, biddu karl um það. Ef þú vilt láta gera eitthvað, biddu konu um það." Maureen Dowd er ekki alveg jafn kát með þetta val og segir að forsetaframbjóðendur hefðu átt að læra það af Geraldine Ferraro að fara ekki á blint stefnumót við söguna.
Setja á Facebook

1 comments:

Anonymous said...

"Pray for our military men and women who are striving to do what is right. Also, for this country, that our leaders, our national leaders, are sending [U.S. soldiers] out on a task that is from God," Sarah Palin

Ekkert nýtt, hún er öfga hægri "Jesus freak"

http://www.huffingtonpost.com/2008/09/02/palins-church-may-have-sh_n_123205.html

Post a Comment