28.9.08

fúlt

Ég vakti eftir kappræðunum á föstudagskvöld. Þær voru bara svo leiðinlegar að ég nennti ekki að blogga um þær. Ég var á MSN með tveimur stjórnmálafræðingum og kosningafíklum eins og mér. Okkur hundleiddist öllum, en sátum samt yfir þessu. Ein fékk SMS frá vinkonu sinni, sem í stóð "forsetinn ætti að láta mann vilja eiga með sér barn - hvorugur þeirra er að því". Ég fékk SMS frá vinkonu minni sem er á Spáni, sem í stóð "af hverju gat hann ekki stamað svona þegar Hillary þurfti að komast að". Ég sagði við þær, þegar þeir voru að deila um það hvor þeirra elskaði hermenn meira (setjið inn don't ask don't tell brandara að eigin vali hér): "Ég á líka armband, má ég vera forseti?" og fékk það sama á Facebook frá vinkonu minni í Oregon. Hvílíku klisjurnar. Ekkert nema stam, japl, jamr og fuður, í stuttu máli. Flestir virðast vera á því að Obama hafi unnið - og ætli hann hafi ekki verið sá skárri. Könnun á CBS gefur til að kynna að 40% óákveðinna kjósenda hafi fundist Obama betri, 22% fannst McCain betri. 68% þeirra telja að Obama muni taka réttar ákvarðanir um efnahagsmál, 41% segja það um McCain og 49% telja að Obama muni taka réttar ákvarðanir um Írak, 55% segja það um McCain. Hann er sumsé yfir í þeim málaflokki sem ólíklegast er að muni ráða úrslitum um atkvæði.

Comedy Central er með orðamynd (wordle) af báðum ræðunum, Obama er efri myndin og McCain neðri:
Stóru orðin á myndunum, THINK og KNOW eru alveg í stíl við það sem var rætt á málfundi sem ég talaði á í hádeginu á föstudag, demókratarnir eru að hugsa of mikið, koma ekki tilfinningunni fyrir málinu til kjósendanna. Repúblikanarnir vita hvernig hlutirnir eru!

Á svona dögum þakka ég bara mínum sæla fyrir Sarah Palin, eða kannski bara Tinu Fey - það er bara of sárt að horfa á viðtalið sjálft! Ég er hálfhrædd við að horfa á kappræður hennar og Biden - kannski hún ætti að fá Tinu til að hlaupa í skarðið fyrir sig.


Colbert Report er líka með fyndið myndband: Sarah "Palin er gaur":
Setja á Facebook

6 comments:

egillm said...

Ef að Palin gerir sig að algeru fífli í kappræðunum við Biden, býstu við að það hafi einhver á framboð McCains?

Anonymous said...

Það vantar "notion" í orðamyndina hjá Obama.... :-)

Mér finnst þetta stundum hálfgerður kækur hjá honum... "The notion that.... "

Annars fannst mér mjög merkilegt að fylgjast með kappræðunum. Sjá hvernig þeir bera sig að. Obama beindi oft orðum sínum beint til McCains og kallaði hann þá ... John eins og þeir væru búnir að vera vinir í 20ár. En McCain virti Obama ekki viðlits og var mjög fókuseraður að koma því að í annarri hverri setningu hvað væri með mikla reynslu og víðförull.

Merkilegasta niðurstaðan fyrir mig úr þessum kappræðum er sú að ég er núna pottþéttur á því að ef McCain vinnur þá verður stríð við Íran.. mjög einfalt. Það verður. Og ég held líka að það sem allir halda að McCain hafi verið með eitthvað mega trix í gangi að velja Palin af því hún er svo rosalega falleg og allt það, er vitleysa. McCain valdi Palin út af skoðunum hennar og af því hann getur verið viss um að ef hann hrekkur upp af þá mun Palin pottþétt taka stríðskyndillinn og láta ekki staðar numið fyrr en Íran verður í rústum. Stríðsforsetinn Bush Yngri mun blikna í samanburði.

Einar Jón said...

Er það einhver ímyndun í mér eða eru litirnir hjá McCain leiðinlegri?
Grátt, rautt og brúnt minnir á drunga og blóð á meðan litir Obama minna meira á regnboga og einhyrninga...

Anonymous said...

Gaman að sjá hvað þú tekur virkan þátt í að rífa niður Söru Palin. Eins og oft er sagt; konur eru konum verstar.

Silja Bára Ómarsdóttir said...

Egill: varaforsetaefnin hafa almennt mjög lítil áhrif á niðurstöður kosninga, eins og ég sagði þegar Palin var kynnt sem meðframbjóðandi McCains, þá var þetta útspil sem virkaði til að draga athyglina frá framboði demókratanna og það virkaði. Palin er ekki alveg að virka sem frambjóðandi á alþjóðavettvangi eða í fjölmiðlum, hún gæti vel verið að virka í "maður á mann" formatti. Hún er ekki vön í kappræðum og fær sennilega ekki að nota teleprompter, svo ég reikna ekki með að hún komi neitt rosalega vel fyrir. Það hins vegar breytir varla afstöðu þeirra sem hún höfðar til.

JHE - McCain myndi eflaust vilja hafa möguleikann á að fara í stríð, en þingið gæti orðið honum þyngra í taumi en hann reiknar með eftir Íraksstríðið. En Palin stendur með honum og skoðunum hans, það er alveg á hreinu.

Einar Jón: Nákvæmlega það fyrsta sem ég sá, það er léttleiki yfir Obama en drungi yfir McCain í þessum myndum.

Nafnlaus - ef þú tjáðir þig undir nafni myndi ég alveg rífast við þig. Bendi þér bara á að lesa það sem ég hef skrifað um Palin og finna eitthvað sem ég hef sagt um hana sem ekki beinist að þeim hugmyndum sem hún stendur fyrir. Ég vil fjölga konum í áhrifastöðum, ég hef sagt það ítrekað. Konur eins og Palin fá mig til að endurmeta þá skoðun, því hún vinnur sannarlega hvorki að framgangi kvenna né að réttindum þeirra.

Anonymous said...

Er ad spá i hvad nafnlaus segir um karla sem gagnryna Palin - kannski ad their séu konum bestir fyrir ad stydja ekki fedraveldishugsunina hja henni? :-o Eda eru their kannski konum verstir líka? En hvort kynid er thá verra vid grey Palin???

Bid spennt eftir svari fra nafnlausum med lausn gatunnar!

Kv Kata

Post a Comment