29.9.08

boðið í peninga

Efnahagskerfi heimsins er í rúst, það þarf víst ekkert að fjölyrða um það. En kannski er sköpunarkraftur í eyðileggingunni (var það Schumpeter sem sagði það?) - hér er vefsíða þar sem bandarískir bankar bjóða í fé fólks. Spurning hvort einhver sniðugur kemur þessu á koppinn hér.

Í tilefni dagsins mæli ég með að við förum að lesa Gramsci, hugsa um hegemóníu og spá í það hvaða hugmyndafræði* við ætlum að leyfa að ráða því hvernig við hugsum um heiminn næstu áratugina.

Æi, hvað það er gott að hverfa á vit kenninga þegar raunveruleikinn er leiðinlegur.

*Hugmyndafræði skv. skilgreiningu Giddens: sameiginlegar hugmyndir sem þjóna þeim tilgangi að réttlæta hagsmuni hinna ráðandi stétta.
Setja á Facebook

3 comments:

Anonymous said...

Var að lesa þessa grein um Palin...

http://www.salon.com/mwt/feature/2008/09/30/palin_pity/index.html

Áhugavert.

Anonymous said...

Við hæfi núna líka að fara að ráðum Gramsci og þrauka áfram með svartsýni hugans en bjartsýni hjartans...
Takk fyrir upplýsandi og skemmtilega bloggsíðu!
DS

Anonymous said...

Kenningarnar klikka ekki. Og þegar gefur á bátinn blómstrar blákaldur blessaður realisminn ;)

Post a Comment