26.9.08

McCain ætlar að mæta í kvöld - útsending á RÚV

Fréttir eru nú að berast af því að McCain ætli að mæta á kappræðurnar í kvöld og fari að leggja af stað til Mississippi fljótlega. Umræðuefnið í kvöld átti að vera utanríkismál en á CNN er rætt um að fundarstjórinn muni að öllum líkindum taka efnahagsmálin fyrir, en þau eru auðvitað öllum efst í huga í dag - og áttu að vera viðfangsefni þessara kappræðna í kvöld í upphafi.

Kappræðurnar verða sendar út á RÚV, þannig að fólk þarf ekki einu sinni að hafa aðgang að erlendum stöðvum til að horfa á þær. Byrja kl. eitt í nótt, ekki tvö eins og ég sagði áður, var komin í vetrartíma í takt við veðrið hérna heima.

Fyrir áhugafólk um kosningar bendi ég á að bandaríska sendiráðið var að gefa Alþjóðamálastofnun dágóða bókagjöf um bandarísku kosningarnar, einar 60 bækur að því er mér skilst. Þær verða til útláns á Þjóðarbókhlöðunni.
Setja á Facebook

1 comments:

Notoros said...

Og hver stóð sig svo betur? Fáum við ekki pistil um það:)
Fyrir mér þá var Barack Obama mun beinskeyttari og trúverðugri. Hann talaði hreint og beint út og vissi vel hvar veiku bletti McCains mátti finna. Greyið gamli kallinn tönnslaðis alltaf á því að ríkisstjórnin yrði að draga úr eyðslum en kom ekki með nein góð rök fyrir því. Nema að lækka skatta á stórfyrirtæki. Skil varla samhengið þar á milli.

Post a Comment