4.2.10

ha... skiptir kyn máli?

Það er ítrekuð niðurstaða rannsókna - ég þekki einkum rannsóknir frá Norðurlöndunum en sambærilegar niðurstöður hafa fengist annars staðar - að fyrirtæki með stjórnir sem í sitja bæði konur og karlar skila betri árangri. Almennt er horft einungis til fjárhagslegs árangurs fyrirtækja þegar þetta er mælt. Annað sem gjarnan skilar sér þegar konum fjölgar og saxað er á forskot karla í stjórnunarstöðum er aukið jafnvægi milli kynja í fyrirtækjum yfir höfuð. Ég hef hins vegar ekki séð sambærilegar rannsóknir á stöðu kynjanna í háskólum fyrr en ég rakst á þessa grein hér. Konum sem ljúka doktorsnámi hefur fjölgað mikið á síðustu þrjátíu árum, en sú fjölgun er ekki að skila sér í sambærilegri fjölgun þeirra meðal háskólakennara. Þarna kemur skýrt fram að kyn rektora og fjöldi kvenna í háskólaráðum (einkum í minni skólum) eykur verulega líkurnar á að konum fjölgi í kennarastöðum. Sérstaklega þarf að ná krítískum fjölda kvenna í slíkar stöður til að þær fari að geta haft áhrif.

Ég mæli með þessari lesningu og ekki er verra að setja þetta í samhengi við nauðsyn þess að fjölga konum í stjórnmálum þessa dagana þegar flest okkar hafa tækifæri til að kjósa í prófkjöri eða forvali.
Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment