5.1.10

nýja stjórnarskrá og stjórnlagaþing

Jæja, óvissunni um ákvörðun forseta hefur verið eytt. Ég hlakka til að ræða það við hvern einasta mann sem ég hitti hvað standi nákvæmlega í skjali nr. 29, og hvernig eigi að túlka samantekt af ECOFIN-fundinum. Er ábyrgðin til staðar eða ekki? Eru vextirnir ásættanlegir í ljósi stýrivaxta evrópska seðlabankans? Máttu innstæðueigendur í Icesave vita að þeir væru að taka áhættu og ættu því að taka skellinn sjálfir? Fyrst við erum að þessu, ættum við þá kannski að taka yfir reikningana á Mön og Guernsey, sem hvorki íslenska né breska ríkisstjórnin virðist ætla að axla ábyrgð á? Eða nei, það dettur engum í hug að við séum að gæta réttlætis, bara íslenskra hagsmuna.

En svona fyrst þetta er komið af stað, þá skora ég hér með á ríkisstjórn Íslands að sitja sem fastast, skipa stjórnarskrárnefnd sem fer af fullri alvöru yfir stjórnskipan landsins og vinnur að því að koma á stjórnlagaþingi, þar sem ákvarðanir um þjóðaratkvæðagreiðslur, kjördæmaskipan og framkvæmd forsetavalds verða teknar í framtíðinni. Það væri allavegana eitthvað sem við gætum öll hagnast á í framtíðinni.
Setja á Facebook

3 comments:

Elías said...

Hvernig væri að breyta lögum um forsetakjör þannig að forseti verði kjörinn í tveimur umferðum ef frambjóðendur eru fleiri en tveir, og geti ekki setið lengur en í eitt eða tvö kjörtímabil?

Silja Bára Ómarsdóttir said...

já, það væri nú hressandi. Og jafnvel setja tímamörk á setu þingmanna?

Anonymous said...

Silja ég myndi fara að eyða þessum Icesave bloggfærslum þínum. Færslurnar eru einstaklega pínlegar og sýna verulegt dómgreindarleysi hjá þér.

Post a Comment