Ég sé á Facebook að það er mikil söfnun í gangi heima á teppum og tjöldum til að fara með til Haítí. Ég vil ekki segja fólki að gefa ekki í svona safnanir, því mér sýnist þessi (ef það er þessi hér) svo sem vera ágætlega hugsuð að vissu leyti, sérstaklega að þarna er ætlunin að fara með heilbrigðisstarfsfólk og birgðir á staðinn, en ég leyfi mér að brýna fyrir fólki að íhuga vel hvað það er að fara að senda.
Allir innviðir á Haítí virðast vera í rústum. Það þýðir að þar er ekkert hreint vatn að hafa. Þurrmatur þjónar því litlum sem engum tilgangi. Er dósamaturinn sem á að senda þess eðlis að það þurfi að hita hann? Vantar í alvörunni teppi á staðinn, eða vantar peninga til að gera við vegi eða til að kaupa bensín til að koma teppunum í hendurnar á fólki?
Löngunin til að hjálpa og bjargarleysið sem við upplifum að horfa á svona hörmungar eru eðlilegar tilfinningar. Staflar af teppum sem ekki er hægt að flytja milli staða gera hins vegar engum gott. Aldrei þessu vant tek ég undir með George W. Bush. Gefum frekar peninga, þá er hægt að nota til að byggja upp innviði samfélagsins. Reynum svo að muna eftir Haítí aðeins lengur og látum ekki allt falla í sama farið þar aftur. Greinin sem ég tengi á hér að framan færir góð rök fyrir þessu öllu og ég mæli líka með tenglinum á "það vill enginn gömlu skóna þína."
Eins og hefur komið fram víða síðustu vikuna, þá eru hörmungarnar á Haítí ekki bara af náttúrunnar völdum, heldur afleiðingar fátæktar. Það dóu 63 í sambærilegum skjálfta í San Francisco fyrir rúmum 20 árum, tugþúsundir í þessum skjálfta á Haítí. Það er ágætis samantekt hér í minningargrein um Guido Galli, vin ítalskrar vinkonu minnar (ekki sú sem skrifar), en hann lést í jarðskjálftanum.
Rauði krossinn og Hjálparstarf kirkjunnar (sem stundar ekki trúboð í hjálparstarfi sínu) eru bæði áreiðanlegar hjálparstofnanir sem vinna gott starf og er treystandi fyrir peningunum þínum. Ég hef heyrt haft eftir Móður Teresu að upphæðin sem maður gefur skipti ekki máli, maður á að gefa svo mikið að það skipti mann sjálfan máli. Það er ágætis viðmið.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comments:
Takk fyrir góða grein með góðum tilvísunum. Ég er einn af þeim sem að vinnur að þessu Haítískips verkefni og já það er einmitt mjög þarf að benda á það að hugsa hlutina til enda, enda förum við út og verðum sjálfbær (maður skreppur ekki út í búð þarna til þess að kaupa sér gott í gogginn) svo að við þurfum mat fyrir skipsáhöfn og alla hjúkrunnarfólkið sem að við erum að senda plús fyrir það fólk sem að við munum annast. Svo að ég er mjög þakklátur fyrir allan þann mat sem að við höfum fengið.
Það stærsta í þessu máli er að leyfa fólki að gefa persónulega muni sem að það skipir því persónulega máli að hafa gefið. Að skapa persónuleg tengsl við Haítí er eitt af stærstu markmiðum okkar í þessu verkefni því að við viljum sjá Haítí rísa eins og Fönixin úr öskustónni, svo að ég noti myndlíkingu sem að mér finnst falleg (þó að ég viðurkenni líka að það sé kannski dálítið drastíkst). Haítíbúar eru bara svo yndislegt fólk og eiga betur skilið heldur en bara "the bare minimum"
Eins og við höfum skrifað aftur og aftur á síðunni þá afþökkum við allar peningagjafir heldur bendum við á Rauðakrossinn, Hjálparstarf Kirkjunnar og svo líka auðvitað Björgunnarsveitina því að þeir stóðu sig sem hetur og það er það sem að við viljum sjá, að við getum öll, hver á sinn hátt, staðið okkur sem hetjur og gefið af þeim hæfileikum og tíma sem að við höfum.
Það væri mjög gaman að sjá þig koma við við tækifærið.
Bryan Allen Smith III
Post a Comment