Hörmungarnar á Haíti hafa eflaust ekki farið framhjá neinum. Rauði krossinn er með söfnun til að aðstoða nauðstadda þar. Það er auðvitað mjög einfalt að hringja og láta bæta 1500 krónum á símreikninginn sinn, en ég bendi fólki á að þar með er auðvitað líka verið að styðja símafyrirtækið sem sér um þjónustuna. Það er einfalt og þægilegt að fara inn á heimabankann og leggja beint inn á Rauða krossinn. Þá er líka hægt að gefa 79 krónurnar, sem annars færu til símafyrirtækisins - eða jafnvel 500 krónur í viðbót. Reikningsnúmer RKÍ er 342-26-12 og kennitalan er 530269-2649.
*Leiðrétt: Mér var bent á að Síminn (ég hafði ekki spáð í hvaða símafyrirtæki þetta væri) gæfi kostnaðinn af símtalinu líka til söfnunarinnar. Þetta hefur ekki alltaf verið reyndin, sem er ástæðan fyrir því að ég hringi ekki í símasafnanir heldur gef beint. Ítreka að þannig er hægt að gefa aðrar upphæðir. Að auki er það spurning hvort Síminn (eða önnur fyrirtæki) eigi að vera að gefa "fyrir" mann, en þetta er stærri umræða en svo að ég nenni í hana hérna.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
0 comments:
Post a Comment