10.11.09

aftur um Obama og fóstureyðingar

Obama hefur, sem betur fer, tjáð sig um að hann sé ósáttur við takmarkanir sem sjúkratryggingafrumvarpið í núverandi mynd setur á aðgengi kvenna að fóstureyðingum. Hann vill reyndar viðhalda núverandi ástandi - sem þó bannar notkun alríkisfjármagns í fóstureyðingar.

Umbæturnar eiga sumsé ekki að takmarka valkosti þeirra kvenna sem eru þegar með tryggingu. Fái tryggingarnar hins vegar niðurgreiðslu frá ríkinu, þá getur það komið í veg fyrir að þær fái fóstureyðingar greiddar. Flestir í lægri og millitekjuhópum munu fá niðurgreiðslur, þannig að einungis þær konur sem hafa efni á dýrum tryggingum geta reiknað með að fá niðurgreiðslurnar, ef þessi hringavitleysa heldur áfram. Og ef það tekst að setja upp opinbert sjúkratryggingabatterí, þá ætla repúblikanar ekki að gefa neitt eftir að það fái að kosta fóstureyðingar. Aftur... fátækari konur tapa.
Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment