Heyrði í vinkonu minni í Úkraínu í kvöld. Þar hefur svínaflensan stungið sér harkalega niður og ótti gripið um sig meðal almennings. Lyf eru ekki aðgengileg, fyrir utan að fólk treystir læknum álíka vel og pólitíkusum. Hún rekur alþjóðamálastofnun í Kiev og er að velta fyrir sér að bjóða fólki að vinna að heiman, enda eru flestir starfsmenn hræddir við að smitast.
Stjórnendur sjónvarpsstöðva virðast lesa ástandið eitthvað öðruvísi en hún Olga mín. Laugardagsmyndirnar eru Faraldur (Epidemic) og Heimsendir (Apocalypse). Ætli þetta falli undir ábyrgð fjölmiðla á upplýstri og gagnrýnni umræðu?
31.10.09
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
0 comments:
Post a Comment