24.8.09

nýjar lausnir

Það er ótrúleg hvíld í því fólgin að losna við að heyra fréttir af Icesave alla daga. Hér eru helstu fréttirnar af morðgátu sem leystist með aðstoð brjóstastækkana. Lögreglan finnur víst alltaf nýjar leiðir til að nota tæknina. Lík konu var svo illa farið, tennur og fingur fjarlægðir, að ekki var hægt að nota fingraför eða tannlæknaskýrslur til að bera kennsl á hana. Konan var hins vegar með brjóstastækkanir, og á púðunum eru víst raðnúmer. Þannig leystist morðgátan. Kona ætti kannski ekki að vera skilyrðislaust á móti fegrunaraðgerðum?
Setja á Facebook