30.8.09
eldar alls staðar
Það virðist vera að kveikna í öllu þessa dagana, sbr. fréttir af heiman. Ég bjó í Los Angeles í ein átta ár og sá aldrei nokkurn tíma skógarelda í mínu næsta nágrenni. Ég sá á laugardag myndir á Facebook síðu vinkonu minnar sem vinnur í JPL (sem er hluti af geimvísindastofnun Bandaríkjanna og staðsett rétt hjá Pasadena þar sem ég bjó), og með fylgdu fréttir af því að stöðinni hefði verið lokað yfir helgina, en þarna hefur aldrei verið lokað áður. Þegar ég keyrði inn í borgina í gær stóðu hlíðarnar í ljósum logum - rétt í kringum veginn sem oftast er hægt að keyra alla leið upp á tind til að virða fyrir sér borgina og jafnvel sjá stjörnur á himni. Vinkona hennar setti þessar myndir á vefinn. Alveg hreint ótrúleg sýn - og svakalegur kostnaður ef skaði verður af.
Setja á Facebook