25.3.09

eins og að vera í framboði

Þessa dagana finnst mér stundum eins og ég sé í framboði. Er hlaupandi á milli staða, sitjandi á fundum, skrifandi greinar og pistla og haldandi erindi. Í kvöld er ég í Friðarhúsi að tala um NATO í nútíð og framtíð og á morgun hjá Alþjóðamálastofnun HÍ að tala um mikilvægi markmiðasetningar í samningum. Er svo að senda inn pistil á vef Jafnréttisstofu (um jafnrétti að sjálfsögðu) og skrifa grein um öryggissamvinnu við Eystrasalt fyrir ráðstefnu í Róm í næstu viku. Það er sennilega svona að vera í pólitík á Íslandi, þingmenn í litlum þingflokkum sérstaklega þurfa að geta sett sig inn í hvaða málaflokk sem er með næstum engum fyrirvara. Á svona dögum eiga þeir samúð mína alla.
Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment