24.2.09

nauðgun kostar minna en kúla


Amnesty International í Bretlandi hefur farið af stað með flotta auglýsingaherferð til að vekja athygli á nauðgun sem vopni í stríði. Amnesty er með herferð í gangi sem berst gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum almennt, en nauðgun í stríði er sérstakur angi þess ofbeldis. Stríðsnauðganir hafa verið viðurkenndar sem stríðsglæpir í tíu ár og geta jafnvel verið glæpir gegn mannkyni þegar um er að ræða kerfisbundnar nauðganir sem er beitt til að eyðileggja samfélög þeirra kvenna sem eru fórnarlömb. Þann 19. júní sl. var samþykkt ályktun í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um þetta málefni sem snertir fjöldann allan af konum víða um heim. Nánar um herferð Amnesty hér. Ég mæli sérstaklega með vefsíðu á vegum UNIFEM fyrir þau sem vilja kynna sér þetta málefni. Ég fór nokkuð inn nauðganir í umfjöllunu um Kongó í Gárum fyrir tæpu ári, hann má nálgast hér (þáttur frá 16. mars 2008 fyrir þau sem vilja sækja í iTunes).
Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment