
Ég vil nánari útlistun á því valdi sem Fjármálaeftirlitinu virðist vera falið í 5. gr. þessa frumvarps og velti fyrir mér hvort það sé sambærilegt við þær tillögur sem voru settar fram í bandarísku tillögunni í síðustu viku. En í frumvarpinu kemur það sem ég vildi helst sjá, Íbúðalánasjóði er gert heimilt að taka yfir húsnæðislán sem bankarnir veittu - þetta held ég að sé alveg nauðsynlegt ef bjarga á efnahag heimilanna í landinu, ekki bara bankanna.
0 comments:
Post a Comment