22.10.08

hvernig Obama getur tapað kosningunum

Efnahagsmálin eru enn efst á baugi í Ameríku. Ég fékk spurningu í athugasemdum við síðustu færslu um bandarísk stjórnmál varðandi skattastefnu frambjóðendanna. Fyrir þau sem eru flink í skattamálfari, þá er ágætis tæki hér, þar sem hægt er að bera saman stefnu þeirra í skemmtilegum málum eins og "marginal tax rates" og ámóta. Viðurkenni fúslega að það eru ekki hlutir sem ég hef mikinn áhuga á, en það er ítarlegra en það sem fer hér á eftir.

Í stuttu máli - þetta er frá CNN og frá því í júní og sýnir áhrif tillagna þeirra á meðalálögur innan þessara marka - þá hækkar Obama skatta á þá sem hafa hvað hæstar tekjur og það ekkert smávegis. Þeir sem eru með lægri tekjur myndu hins vegar borga nokkuð lægri skatta ef Obama kemur sínum tillögum í gegn og skattar hinna tekjulægstu lækka hlutfallslega mest. Allir myndu borga lægri skatta skv. tillögum McCains, en þeir tekjuhæstu myndu sjá sínar álögur lækka mest.

Þessar skattalækkanir eru ekki endilega til góðs. Tax Policy Center (sem ber hér saman skattatillögur frambjóðendanna) telur að skattastefna McCains myndi auka skuldir Bandaríkjanna um 4,5 trilljónir dollara á tíu árum, en stefna Obama myndi lengja skuldahalann um 3,3 trilljónir. Núverandi skuldir Bandaríkjanna eru $10.467.391.133.731,14 (uppfært daglega á heimasíðu bandaríska fjármálaráðuneytisins). Ofan á þetta þarf auðvitað að taka tillit til þess að Bandaríkin eru stórskuldug og inngrip núverandi þings og stjórnar í fjármálageirann krefst enn frekari ríkisútgjalda. Það er vel mögulegt að hugmyndir um skattalækkanir verði dregnar til baka þegar á hólminn er komið.

McCain

Obama

Tekjubil

Meðalskattar

Meðalskattar

Over $2.9M

-$269,364

+$701,885

$603K and up

-$45,361

+$115,974

$227K-$603K

-$7,871

+$12

$161K-$227K

-$4,380

-$2,789

$112K-$161K

-$2,614

-$2,204

$66K-$112K

-$1,009

-$1,290

$38K-$66K

-$319

-$1,042

$19K-$38K

-$113

-$892

Under $19K

-$19

-$567


===

Annar lesandi benti á í athugasemd að það væri allt of snemmt að spá um úrslit - og að spá Obama sigri. Það er alveg rétt að það getur margt gerst á þessum 13 dögum sem eru í kosningar. Það er alveg rétt - enda sagði ég að í augnablikinu þætti mér ástandið ekki spennandi, Obama væri með allt of mikið forskot, m.a. í ríkjum sem hafa sögulega kosið repúblikana og í ríkjum sem Bush vann örugglega bæði 2000 og 2004. Hins vegar er ýmislegt sem getur komið upp bæði í aðdraganda kosninganna og í framkvæmd þeirra sem myndi setja John McCain í forsetastólinn í janúar. Eitthvað nefndi ég hér að neðan, t.d. að nýskráningar skili sér ekki í atkvæðum. Annað er að vélarnar "klikki" eins og gerðist 2000. Hér eru nokkur dæmi, þar sem farið er yfir leiðir sem hafa verið notaðar til að hindra skráningar á kjörskrá, letja fólk frá því að kjósa, ógnanir og jafnvel hótanir. Demókratar hafa beitt þessum atkvæðum í minna mæli en repúblikanar síðustu árin, en eru alls ekki saklausir. Eitt atriði sem er nefnt hér, að véfengja rétt kjósenda til að greiða atkvæði ef nafn á kjörskrá og í öðrum opinberum skrám stemma ekki, er t.d. leið sem Obama sjálfur notaði þegar hann var fyrst kjörinn á ríkisþingið í Illinois. En, með 50% fylgi í skoðanakönnunum, þá er það hans að glutra niður forskotinu og demókratar eru skíthræddir um að það gerist.
Setja á Facebook

5 comments:

Anonymous said...

Marginal tax er einfaldlega hvað þú þarf að borga í skatt af næsta "earned dollar". Marginal tax rate er hugtak sem á rætur sínar að rekja í þrepað skattkerfi eins og í USA - við hérna á Íslandi könnumst ekki við þessi hugtök því við erum með flata skatta.

Anonymous said...

Tillögur Obama eru ekki eiginlegar skattalækkanir eins og tillögur McCain, heldur eins konar skattaendurgreiðslur. Er það ekki eðlilegt þegar skattar eru lækkaðir að þeir sem borgi mest fái mesta lækkun? Held að það sem Bandaríkjamenn þyrftu helst er flatt skattkerfi eins og við höfum á Íslandi.

Þú er dugleg að tala um meintan óheiðarleika repúblikana en nefnir ekki að demókratar hafa stundað nákvæmlega sömu vinnubrögð í alveg sama mæli. Það var t.a.m. í fréttum bara í þessari viku að demókratar í "öruggum" fylkjum eins og New York væri að færa lögheimili sín í baráttufylki eins og Ohio eða Pennsylvaníu, einungi til þess að kjósa. Slíkt er skilgreint sem kosningasvindl þó nánast ómögulegt sé að sanna það.

Anonymous said...

ACORN

Anonymous said...

Það er svo spurning hvort sjálfstæðismaðurinn Davíð Örn hafi fengið sér McCain/Palin bumpersticker á bílinn sinn líkt og honum þótti sniðugt að gera fyrir fjórum árum síðar fyrir Bush/Cheney framboðið.

Anonymous said...

Get ekki betur séð en að Silja taki fram að Demókratar hafi sýnt svipaðan óheiðarleika líka??

Post a Comment