4.9.08

Rudy Giuliani með uppistand

Giuliani hélt alveg þrælskemmtilega og ansi illkvittna ræðu í kvöld, þar sem hann lýsti kröftuglega yfir stuðningi við McCain og hæddist óspart að Obama, m.a. fyrir að hafa ekki getað tekið afstöðu í fjölda atkvæðagreiðslna og taldi þetta standast illa samanburð við ákvarðanatöku Palin. Á síðu NY Times er hægt að horfa á Giuliani og lesa handritið um leið, sjá hér. Ég hlustaði svo á Palin í bílnum og fannst ræðan ansi keimlík þeirri sem hún hélt sl. föstudag, þó nokkru hafi verið bætt við af erlendu efni. Palin réðst harkalega á Obama, enda er það hlutverk varaforsetaframbjóðandans og mér fannst hún standa sig alveg prýðilega - flutningurinn virtist allavegana falla vel í kramið hjá áheyrendum. Það er enn verið að kynna hana, frekar en málefnin og reyndar sagði kosningastjóri McCains að þessar kosningar snerust ekki um málefni, heldur manneskjur, sbr. hér.

Ræðu Palin má sjá hér:

Roger Cohen, dálkahöfundur á IHT er ekki alveg sammála Giuliani um dásemdir Palin, en hann skrifar grein hér sem lýsir eflaust tilfinningum margra gagnvart stjórnmálum í Bandaríkjunum þessa dagana.

PS - ég heyrði í útvarpinu að karlarnir frá Flórída ætluðu að víkja og setja konur inn í staðinn fyrir sig meðan Palin talaði. Hef ekki sjálf séð ræðuna, en væri gaman að heyra hvort einhver hefði séð þetta.
Setja á Facebook

1 comments:

Anonymous said...

Ég hef nú bara horft á hana á youtube og mér finnst hún hljóma dálítið barnalega. Get ekki gert að því. Mér finnst hún til dæmis ekki standast samanburð hvorki við Hillary eða Michelle Obama sem ræðumaður.

Og ég held að hún sé að gera stór mistök að emja undan pressunni eftir viku í sviðsljósinu. Ef McCain fræðingarnir halda að pressan bakki eitthvað með því að skamma hana ...then they are surely mistaken.

Þessi kona er búin að vera Ríkisstjóri í tvö ár. Undan því var hún sveitastjórnarmaður í bæjarfélagi á stærð við Patreksfjörð (með fullri virðingu fyrir Patró) Hún er engan veginn tilbúinn í þetta verkefni.

Svo er grátlegt að heyra Palin gagnrýna Obama fyrir reynsluleysi.. það hljómar alveg ótrúlega innantómt... heitir að kasta steinum úr glerhúsi.

Og ég þoli ekki þegar ættjarðarást Obama er dregin í efa. En Palin gerði það í ræðu sinni á eins slepjulegan og lúmskan hátt eins og McCain og Co er einum lagið. Afhverju Obama er alltaf að taka the high road og dregur ALDREI ættjarðarást McCain í efa... jæja McCain á það ekki skilið.. anskotinn hafi það ..miðað við málflutninginn gegn Obama.

Í einu orði sagt... mér fannst ræðan hjá henni ömurleg.

Og rosalega eru repúblikanar innilega steinblindir og snarklikkaðir þegar þeir geta talað um victory og defeat í Írak eins og að tala um álegg á brauð. Sýnir hversu þetta fólk er gjörsamlega út úr korti.

Sannur hermaður veit að í stríði er enginn sigurvegari.

Og hvernig hægt er að spila endalaust á það að McCain hafi verið stríðsfangi finnst mér furðulegt og sérstaklega í ljósi þess þegar alltaf er verið að reyna að mála McCain sem kann að sigra Stríð... er ekki eitthvað bogið við þessa mynd. Er búið að endurskrifa söguna? Bandaríkjamenn voru niðurlægðir í Víetnam eða eru repúblikanir búnir að steingleyma því?

Post a Comment