17.9.08

hvor væri betri fyrir hagkerfið

Efnahagsmálin eru alls ráðandi í stjórnmálaumræðunni vestra í dag. Forsetaframbjóðendur beggja stóru flokkanna segja að ekki megi bjarga bönkunum á kostnað almennings, en það er erfitt að sjá að reikningurinn lendi annars staðar. Hér er áhugaverð samantekt á skuldastöðu bandaríska ríkisins, en skv. þessu skulda Bandaríkin 9.634.090.464.815,55 dollara. Ég bið um að Reagan vakni aftur til lífsins svo hann geti sagt mér hvert þessi dollarastafli nær! Bob Barr, forsetaframbjóðandi Frjálshyggjuflokksins, gagnrýnir stuðning Obama og McCain við björgunaraðgerðir á bönkunum og þessi pistill hans er holl lesning.

Auglýsingar frá Obama og McCain um efnahagsmál voru settar af stað í dag, þar sem báðir lofa betri tíð með blóm í haga:
Scott Adams, best þekktur sem höfundur Dilbert-teiknimyndasögunnar, lét gera úttekt á efnahagsstefnu frambjóðendanna og segir skemmtilega frá niðurstöðunum hér. Ef eitthvað hjálpar Obama að ná kjöri, þá er það ástandið núna. Hins vegar er allt í hvílíkum kaldakolum að nái hann kjöri þá nær hann ekki að leysa vandamálin á fjórum árum og verður enn einn demókratinn sem ekki nær endurkjöri.
Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment