16.9.08

Bandaríkin öruggari undir Obama

Ed Koch, fyrrum borgarstjóri New York, bloggar hjá Jerusalem Post og lýsti þar í gær yfir stuðningi við framboð Baracks Obama til forseta. Koch er gyðingur, og studdi Bush í kosningunum 2004 á þeirri forsendu að honum væri betur treystandi til að tryggja öryggi Ísraels en Kerry (og bætir við að sagan muni hreinsa mannorð Bush og Blairs). Í þessum kosningum segist hann ekki efast um að frambjóðendurnir myndu gera það - en nú sé það öryggi Bandaríkjanna sem sé í húfi. En í þessu samhengi bendir hann á að í því að tryggja öryggi felist meira en að verjast gegn árásum erlendra aðila. Þannig telur hann upp skylduna til að tryggja borgaraleg réttindi og frelsi, aðgang að almannatryggingum, réttinn til fóstureyðingar (í færsla hans viku fyrr segir hann að afstaða til fóstureyðinga muni ráða niðurstöðu kosninganna þar sem nýr forseti gæti breytt afstöðu hæstaréttar), viðhald eftirlaunaréttar (social security), réttindi samkynhneigðra, réttinn til einkalífs, sanngjarna skattastefnu og fleira. Í lokin. Og ef forsetinn skyldi falla frá - þá segir hann Biden vera mun hæfari en Palin. Koch hvetur kjósendur í Bandaríkjunum til að spyrja sig hver myndi best verja og vernda Bandaríkin, og kjósa út frá því.

Í framhaldi af þessu leyfi ég mér að benda á Vísindakaffi 23. september, þar sem rannsókn um samfélagsöryggi verður kynnt - einmitt undir fyrirsögninni: Hver á að passa mig?

===

Að allt öðru, en tengt Ísrael, þá eru forkosningar í Kadima - flokki Olmerts forsætisráðherra - á morgun. Þar berjast um formannsstólinn Tzipi Livni, utanríkisráðherra, og Shaul Mofaz, samgönguráðherra. Það er kannski ekki svo merkilegt, heldur frekar að þau eru í raun að keppast um forsætisráðherrastólinn með innanflokkskosningum. Hvort um sig heitir því að mynda nýja samsteypustjórn strax að kosningunum loknum svo að ekki þurfi að boða til nýrra kosninga á landsvísu. Sumsé, henda út sitjandi forsætisráðherra en sitja áfram við stjórnvölinn. Þetta minnir bara á borgarstjórnarmál í Reykjavík - og gæti m.a. endað með konu við stjórnvölinn!
Setja á Facebook

4 comments:

Anonymous said...

Koch er mjög stabíll í skoðunum:

http://www.huffingtonpost.com/2008/05/07/ed-koch-obama-is-a-sure-l_n_100697.html

Þarna slær hann því föstu að Hillary sé mun betri kandídat en Obama og að Obama sé "sure to lose the general election".

Senile?

Anonymous said...

Þessi spá Koch er galin og ekki studd neinum gögnum. Samkvæmt Gallup:
"13% of Americans say they will vote only for a candidate who shares their views on abortion"

Það bendir ekki til að fóstueyðingar skori hátt. Þar að auki verð ég ekki var umræðu um Roe v. Wade í fjölmiðlum.

Það eru mjög fáir sem munu kjósa á forsendum að næsti forseti skipti dómara í stað John Paul Stevens.

Svo er það ekki beint heimsfrétt að síðasti borgarstjóri demókrata í NYC styðji Obama.

Silja Bára Ómarsdóttir said...

Þúkýdídes - hvergi í pistlinum segir Koch að hann telji að Obama muni vinna, bara að hann styðji hann. Og þó það að skipta um skoðun sé ekki beint merki um að vera elliær, þá getur Koch ekki kosið Hillary Clinton í forsetakosningunum.

Friðjón - ég er með þessar tölur um fóstureyðingarnar í pistli aðeins fyrir neðan - þess vegna fannst mér athyglisvert að hann skyldi setja þetta svona fast fram. Hins vegar finnst mér það frétt að Koch hafi kosið Bush síðast en ætli að kjósa Obama núna.

Anonymous said...

Haha
ég var að reyna að muna hvar ég las þessar tölur!


En það er rétt, það var frétt þegar Koch lýsti yfir stuðningi við Bush. Ég hafði reyndar það á tilfinningunni þá að þar væri á ferðinni góður skammtur af NYC v. Boston kergju í bland við Ísraelsást.

Post a Comment