Síðustu vikurnar hefur nokkuð verið rætt um það í fjölmiðlum vestra að sú ákvörðun Obama að þiggja ekki fé úr opinberum sjóðum til að fjármagna framboð sitt hafi verið misráðin. Grein í NY Times í dag tekur á þessu máli og bendir þar á að með því að þiggja opinbert fé fái John McCain 84 milljónir dollara í kosningasjóði sína. Á móti kemur að McCain má þá ekki sjálfur safna meiri peningum en getur þó þegið peninga sem flokkurinn aflar. Obama ákvað hins vegar strax í upphafi að þiggja ekki fé úr opinberum sjóðum og treysta á fjáröflunarmaskínu sína, sem virkaði auðvitað mjög vel fyrir hann í forvalinu. Nú stendur hann hins vegar frammi fyrir því að hver og einn einstaklingur sem gefur peninga í framboðið má ekki gefa meira en 2.300 dollara (og mátti gefa sömu upphæð í forvalið). Peningarnar hafa víst ekki verið að koma inn frá stuðningsmönnum Clinton í því magni sem vænst var (ég er svo hissa)! Auðvitað er möguleiki að fólk eigi enn eftir að skrifa ávísanir og senda þær inn, en um leið þýðir þetta að orka framboðs Obama þarf að deilast niður á kosningabaráttu og fjáröflun, á meðan McCain getur einbeitt sér að kosningunum. McCain nýtir sér Palin töluvert í fjáröflun fyrir flokkun, hún á að koma fram á 35 fjáröflunarviðburðum á næstu tveimur mánuðum, og er þannig eflaust verið að stíla inn á að fá peninga frá íhaldssama kjarna flokksins, sem hefðu ekki endilega gefið peninga ef McCain væri einn í framboði, eða með hófsamari frambjóðanda sér við hlið. Sumsé, enn eitt vandamálið sem Obama stendur frammi fyrir og veikir stöðu hans í kosningunum.
Hér er fín samantekt, þó hún sé mánaðargömul, á því hverjir það eru sem styðja Obama, vissulega eru margir sem gefa litlar fjárhæðir, en þó töluvert um stórar gjafir frá hagsmunaaðilum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comments:
Hæ Silja.
Takk fyrir pistlana. Þeir eru einstaklega áhugaverðir! Les þá alla vandlega en gleymdi samt í smá stund að þú værir úti og bauð þér í kaffispjall í vikunni.
Hittumst vonandi þegar þú kemur heim aftur!
GObama!
Post a Comment