Kosningarnar í Bandaríkjunum verða æ skondnari. Nú er varalitur orðinn eitt helsta umræðuefni fjölmiðla. Það er eitthvað sem ég þori að veðja að enginn hefði spáð fyrir þremur vikum síðan! Myndlíking sem margir Bandaríkjamenn nota er að það að lita varirnar á svíni geri það ekkert fallegra - það hefur ekkert með það að gera hvort einhver sé svín, eða eins og svín, að segja þetta. Obama hefur notað þennan frasa áður í ræðum, og McCain reyndar líka, sbr. hér. Ég get ekki séð að það sé mikill munur þarna á hvernig þeir fara með línuna, þ.e. það er verið að tala um stefnu, ekki einstaklinga.
Sarah Palin er þekkt fyrir að styðja vopnaeign. Fjórar milljónir meðlima í byssueigendafélagi Bandaríkjanna fá fljótlega póst frá félaginu, þar sem þeim er sagt að Obama verði harðastur allra forseta í baráttunni gegn byssueign. Það var reyndar varla við því að búast að NRA styddi aðra en repúblikana í kosningum!
Juan Cole er með áhugaverðan pistil hérna, þar sem hann segir varalitinn einan skilja að Palin og islamska ofsatrúarmenn. Sérstaklega góður samanburður á stefnu Írans og Palins hvað varðar aðgang að fóstureyðingum. Ég hef reyndar heyrt tvennar sögur af þessum ætluðu tilraunum Palin til að banna bækur, en það er sannarlega þess virði að reyna að komast að hinu sanna í því efni.
Annar áhugaverður pistill hér, frá Philip Klein hjá American Spectator, þar sem hann bendir á að viðbrögð repúblikana við Palin eru nákvæmlega þau sömu og þeir gagnrýndu hjá demókrötum hvað varðar Obama, þ.e. þeir heillast af lífshlaupinu en ekki hæfninni. Hann bendir á að þó svo Palin sé sammála íhaldssama armi repúblikanaflokksins um margt, þá sé alveg óreynt hvort hún vinni að því að draga úr eyðslu og afskiptum stjórnvalda.
Að lokum - og ég biðst afsökunar á punktablogginu - hvað varðar hæfni Palin í embættið, þá er hér grein í International Herald Tribune sem ber saman tvo þekkta fyrrverandi forseta sem komu inn í varaforsetaframboð álíka ungir og Sarah Palin, þ.e. Harry Truman og Theodore Roosevelt. Báðir urðu forsetar þegar meðframbjóðendur þeirra féllu frá, eins og margir tala um að gæti orðið raunin með Palin. Niðurstaðan er þó ekki Palin í hag, báðir voru umtalsvert reyndari þegar þeir voru beðnir um að bjóða sig fram, og í tilfelli Trumans, þá var nokkurn veginn vitað að FDR myndi ekki lifa kjörtímabilið af. Þá, eins og nú, voru Bandaríkin í stríði. Skyldi Palin vera treyst fyrir því að stjórna herafla Bandaríkjanna nú eins og Truman var þá?
Góðar fréttir fyrir Obama - svona til tilbreytingar - 1 af hverjum 4 stuðningsmönnum Hillary Clinton ætlaði ekki að kjósa Obama fyrir landsfund demókrata. Að honum loknum var það komið niður í 1 af hverjum 7. Hann getur kannski aðeins farið að hugsa um að ná í óháðu kjósendurna núna.
10.9.08
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Þetta komment með varalitin minnir mig á ummæli sem voru eignuð Gísla Marteini um feitar konur í háum hælum!
Óheppilegar og mjög vafasaar líkingar um stærri málefni en nóg til að fólk fari frekar að hugsa um varaliti en framfarir.
Ég er farinn að halda það að Bandaríkin muni ekki þekkja sinn vitjunartíma og kjósa yfir sig 4 ár í viðbót af Bushisma.
Þetta er hnífjafnt núna og tveir mánuðir í pólitík er heil eilífð en ég held að það vinni með repúblikönum.... því miður.
You can put lipstick on a pig," he said as the crowd cheered. "It's still a pig."
"You can wrap an old fish in a piece of paper called change. It's still gonna stink."
Vissulega er hann að tala um stefnu þeirra en miðað við brandara Palin á ráðstefnunni um daginn og aldur McCain þá finnst mér þetta frekar óheppilega orðað hjá honum.
Post a Comment