29.8.08

Sarah Palin varaforsetaefni McCains

Sagan segir að Sarah Palin sé varaforsetaefni McCains. Hún er ríkisstjóri Alaska, á móti fóstureyðingum og með byssum. Nú færist fjör í leikinn!

Með því að velja Palin með sér í framboð slær McCain nokkrar flugur í einu höggi - Geraldine Ferraro var að vísu í sömu stöðu 1984 - en hún yrði þá fyrsta konan til að verða varaforseti í Bandaríkjunum. Hún er að auki aðeins 44ra ára gömul og gæti því náð að höfða til ungra kjósenda sem eru að leita eftir breytingum og hefðu annars hallast að Obama. Það sem mestu skiptir fyrir McCain er þó eflaust tvennt - hún er mun hægrisinnaðri en hann og hún gæti náð óánæegðum stuðningsmönnum Hillary yfir til Repúblikana.
Setja á Facebook

6 comments:

Anonymous said...

Sennilega það sem ræður úrslitum í komandi forsetakosningum.

Var að vona að hann myndi velja Romney.

Hörmungas!!

Anonymous said...

Þetta hugnast ekki femínistum. Þessi kona er alltof hægrisinnuð og myndarleg fyrir þær. Semsagt mjög frambærileg kona!

Gummi Erlings said...

En nú getur McCain varla gagnrýnt Obama lengur fyrir reynsluleysi, þar sem Palin er bæði yngri og reynsluminni en Obama.

Anonymous said...

Ótrúlega flott strategía hjá honum. Það er nánast eins og hann hafi búið hana sérstaklega til. Fimm barna móðir, barist gegn spillingu, sérfræðingur í olíumálum, ung og meira til hægri en hann.

Gummi: Jú, McCain getur gagnrýnt Obama fyrir reynsluleysi. Reynslumeiri einstaklingurinn ætlar að verða forseti, en sá reynsluminni varaforseti líkt og mér fannst alltaf eðlilegri leið fyrir Obama. Ef hann hrekkur upp af þá verður hún búin að afla sér meiri reynslu til að taka við forsetaembættinu.

Ef þau vinna þá getur þetta líka gert eftirleikinn erfiðari fyrir Hillary Clinton.

Anonymous said...

Fróðlegur pistill þetta.

Þú mátt gjarnan gera hetjudáðum John McCain frekari skil og einnig ýmsum stefnumálum hans góðum. Almenningur hér á landi virðist lítt upplýstur um afreksverk hans og stjórnmálavisku.

Gummi Erlings said...

Þetta er í það minnsta mjög djarft múv hjá McCain, hélt í alvöru að karlinn ætti þetta ekki til (Pat Buchanan kallaði þetta djarfasta val á varaforsetaefni í sögunni). Í það minnsta tókst honum að stela mójóinu af Obama í smástund. Ætli það hafi ekki mest að segja hvernig Palin stendur sig á móti Biden, á sjálfsagt ekki roð í hann þegar kemur að utanríkismálum, en á móti kemur að Biden ekki sýnt eins mikla hörku og gegn t.d. Mitt Romney, án þess að eiga það á hættu að það komi í bakið á honum.

Post a Comment