12.12.08

skilnaðir bannaðir

Nú er undirskriftasöfnun í gangi í Kaliforníu til að fá bann við skilnuðum gagnkynheigðra hjóna á kjörseðilinn næst þegar verður kosið. Stórsniðugur útúrsnúningur, rökin eru þau sömu og var beitt til að berjast fyrir hinni illræmdu Proposition 8, sem leggur bann við hjónaböndum samkynhneigðra. Á síðunni segir m.a. að skilnaðir eyðileggi friðhelgi hjónabandsins og hin sterku, jákvæðu áhrif þess á samfélagið. Tillagan verji hagsmuni barna og fjölskyldna og það að skilnaðir séu leyfilegir eyðileggi hjónabandið eins og við þekkjum það og skaði samfélagið.

Setja á Facebook

5 comments:

Anonymous said...

BÚJA!

Iceland Today said...

Þarna varð ég orðlaus. Greiður og góður skilnaður er með því besta sem getur komið fyrir fólk. Stundum eru kanar afar skrítnir... og skrítið þykir mér að þetta sé í kaliforníu, einmitt þar sem fólki finnst svo gaman að skilja. Það ætti kannski bara að starta nýjum undirskriftalista sem hvetur fólk til giftast ekki? :)

Anonymous said...

Snilld! Gott twist að höfða til þessarar rugluðu barnadýrkunar sem oft stjórnar förinni í umræðu fyrir westan.

Anonymous said...

Ha? Er ekki Palin í Alaska?

Bjorn Levi said...

Alltaf gott að minna fólk á að US er þriðja fjöldmennasta ríki jarðar OG þriðja stæsta í ferkílómetrum. Þau lönd sem eru fjölmennari eru Kína og Indland og þau lönd sem eru stærri eru Rússland og Kanada.

US eru lang, lang stæsta vestræna ríkið, næst á eftir er Þýskaland sem er næstum ferfalt fámennara og þar á eftir Frakkland (http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_population)

Það þarf einnig að minna fólk á að EINSTAKLINGURINN skiptir öllu máli í US. Samfélagið byggist út frá einstaklingnum... sem satt að segja þýðir að samfélagið er pínulítið skrítið. Það hefur einnig þau áhrif að maður finnur pínulítið skrítna einstaklinga inn á milli.

Takið sem dæmi Íslendinga, látið ykkur detta í hug einhvern bjána sem þið kannski kannist við... svona "skrítinn" einstakling. Fyrir hvern þannig sem þið finnið þá eru eitt þúsund slíkir í US. Farið inn á kaffihús og teljið þar kannski 10 manns ... það þýðir að inn á "sama" kaffihúsi í US væru 10.000 manns...

Post a Comment