Í Háskólabíói , mánudaginn 24. nóvember klukkan 20:00.
Við hvetjum ríkisstjórn Íslands og alla alþingismenn til að mæta á svæðið, hlusta á sína kjósendur og vera með í umræðunni. Á sviðinu verður komið fyrir 12 merktum stólum fyrir ríkisstjórnina, auk stóla fyrir alla alþingismenn. Einn stóll verður sérmerktur seðlabankastjóra.
Til hvers?
    * Til að hinn almenni borgari geti komið hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri á óvissutímum.
    * Öllum stjórnmálamönnum, ráðherrum, alþingismönnum, seðlabankastjórum og bankastjórum er boðið að mæta til að svara spurningum Íslendinga, milliliðalaust.
    * Til að almenningur fái skýr skilaboð og sé ekki hafður útundan í umræðunni.
    * Til að leita spurninga og svara um efnahagsástandið.
Fyrirkomulag:
Fjórir frummælendur hefja umræðuna (5 mínútur hver):
    * Þorvaldur Gylfason, hagfræðingur
    * Silja Bára Ómarsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur
    * Benedikt Sigurðarson, framkvæmdastjóri
    * Margrét Pétursdóttir, verkakona
Þegar frummælendur hafa lokið máli sínu er orðið gefið laust og hver sem vill fær tvær mínútur til að tjá sig úr sal eða spyrja þátttakendur í pallborði spurninga.
Fundarstjórn og tímavarsla verður sem fyrr tekin föstum tökum í nafni lýðræðislegrar umræðu.
Sýnum stuðning með þátttöku – spyrjum og heimtum svör – látum í okkur heyra.
Hittumst í Háskólabíói kl. 20:00.
24.11.08
Subscribe to:
Post Comments (Atom)


1 comments:
Kíkið líka á vefinn: www.borgarafundur.org
Þar má lesa ræður, skoða myndir og horfa á myndskeið frá síðustu fundum.
Post a Comment