4.11.08

318-220 - spá og dagskrá kvöldsins

Ég er ekki mjög bjartsýn að eðlisfari og reikna því ekki með að Obama vinni með jafn miklum mun og honum er spáð. Samt, held það sé orðið nokkuð ljóst að hann muni sigra svo ég ætla að segja að Obama fái 318 kjörmenn, McCain 220.

Annars brjálað að gera í kosningunum. Fer í Kastljós á eftir, er síðan með erindi á Hittinu hjá Femínistafélagi Íslands (Sólon kl. 20), svo kosningavaka á RÚV eftir tíufréttir. Ég var að leggja til inni á Facebook að ef kosningarnar fara öðruvísi en ætlað er, að Obama verði boðið að verða forseti Íslands. Miðað við stuðninginn í status-lýsingum hjá fólki, þá stendur það til boða.
Setja á Facebook

3 comments:

Anonymous said...

Hann er velkominn sem Forseti, Forsætisrádherra OG Sedlabankastjóri :)

Elfa

Anonymous said...

Já!Þá getum við loksins ráðist á Pakistan og tekið upp dauðarefsingar..

Harpa

Þórdís Gísladóttir said...

Þú ert frábær töffari Silja.

Post a Comment