31.10.08

umræður um kosningarnar í dag kl. 15:00

Í dag stendur Alþjóðamálastofnun HÍ fyrir umræðum um forsetakosningarnar.

McCain vs. Obama: Stefnur forsetaefnanna í efnahags- og utanríkismálum. Árnagarður, stofa 301, kl. 15-16:30.

Í pallborði eru Silja Bára Ómarsdóttir, Mike Corgan, Lilja Hjartardóttir og Þórlindur Kjartansson. Rætt verður um stefnur forsetaefnanna John McCain og Barack Obama í efnahagsmálum og hvaða áhrif þær gætu haft á umheiminn. Þá verða stefnur forsetaefnanna í utanríkismálum einnig skoðaðar gaumgæfilega, þar á meðal gagnvart stríðinu í Írak, samskiptum Bandaríkjanna og Evrópu, alþjóðasamvinnu almennt o.fl.

Við Þórlindur vorum á Morgunvakt Rásar 1 í morgun að tala um kosningarnar.

Nú hallar sennilega undan fæti fyrir McCain enn á ný. Stærsta dagblaðið í einu óvissuríkinu, Missouri, hefur lýst yfir stuðningi við Obama. Sama hefur The Economist gert. Ekki beinlínis vinstrisinnaðasta tímarit sem um getur.
Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment