17.10.08

hundur Pútíns fær gervihnattaól og dillar skottinu

Labrador tíkin hún Connie (í höfuðið á Condoleezzu Rice) fékk gjöf í dag frá fyrsta varaforsætisráðherra Rússlands. Gjöfin er ól sem er tengd við gervihnött svo hægt er að rekja allar ferðir hennar. Pútín sagði, þegar ólin hafði verið fest á Connie: Sko, hún dillar skottinu. Það þýðir að hún sé hrifin.

Merkilegar fréttir! Ætli Pútín og lífverðir hans hafi engar áhyggjur af því að hægt sé að rekja ferðir hans í gegnum hundinn?
Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment