27.10.08

dauðadómur yfir framboði McCains

David Frum er einn beittasti dálkahöfundur í hópi repúblikana. Hann skrifaði pistil í Washington Post í gær, þar sem hann átelur repúblikana fyrir kosningabaráttuna og segir að repúblikanar sem eru í framboði verði að hætta að láta eins og McCain hafi eitthvað í Obama. Flokkurinn þurfi að setja alla þá peninga sem hann mögulega ráði við í framboð repúblikana til öldungadeildarinnar (það var flokkurinn sem borgaði $150.000 fatakaup Palin, ekki framboðið) og þeir frambjóðendur þufi að segja: "Það er nokkurn veginn öruggt að demókrati tekur við hvíta húsinu. Ég get unnið með þeim forseta að velferð þessa ríkis. En það þarf jafnvægi í Washington." Þetta segir hann að þurfi að gera vegna þess að allt að 8% kjósenda skipti atkvæði sínu til þess að tryggja að ólíkir flokkar fari með framkvæmda- og löggjafarvaldið. Mjög áhugaverð grein, hana er að finna hér.

Demókratarnir eru líka sannfærðir um að þeir vinni forsetakosningarnar. Hér skrifa James Carville og Paul Begala ráðleggingar til repúblikana um það hvernig eigi að skella skuldinni á aðra aðila. Þeir segja að spurningarnar sem komi upp í þeim leik muni ráða umræðunni í forvali repúblikana 2012, og það eru bara 1158 dagar í næsta kjörfund í Iowa.
Setja á Facebook

0 comments:

Post a Comment