15.9.08

áhrif Oprah á kosningarnar - Rove gagnrýnir McCain

Val McCains á Palin hefur greinilega hrist upp í konum, sem hafa verið nokkurn veginn staðfastir kjósendur demókrataflokksins síðustu áratugina. Friðjón bendir á að hvítar konur stuðli að góðu gengi McCain-Palin framboðsins í könnunum síðustu viku - en þær eru reyndar sá hópur kvenna sem helst styður repúblikana. Þetta er þó ansi mikil fylgisbreyting og sýnir mjög vel að repúblikanarnir átta sig á því að stuðningur kvenna getur fært þeim sigur í kosningunum.

Oprah Winfrey er gjarnan talin ein áhrifamesta konan í Bandaríkjunum og milljónir kvenna fylgja ráðum hennar í ýmsum málum. Nú eru repúblikanar farnir að kaupa meira af auglýsingum í þáttum Oprah en demókratar gera - og það þrátt fyrir að Oprah sjálf hafi margoft lýst yfir stuðningi sínum við Obama. Þessi grein tekur saman hvernig atkvæði kvenna hafa dreifst í síðustu kosningum. Eitt sem er athyglisvert hérna er þó að meirihluti hvítra kvenna hefur stutt frambjóðendur repúblikana, nema þegar Bill Clinton var í framboði (hér væri hægt að segja marga tvíræða brandara). Auglýsingarnar fjalla sérstaklega um málefni sem talið er að konur setji á oddinn - jafnlaunamál og réttinn til að ráða yfir eigin líkama. Mikilvægur punktur hér - aðeins 14% kvenna segja að skoðun frambjóðanda á fóstureyðingu hafi úrslitaáhrif á val þeirra. Helmingur segir þó að þetta sé eitt þeirra mála sem mótar afstöðu þeirra.

Það sem er kannski athyglisverðast í þessari grein eru vangavelturnar um það að demókratar séu að missa stuðning kvenna vegna þess að þeir taka honum sem gefnum. Konur eru virkari kjósendur í Bandaríkjunum en karlar (eins og víðar, mig minnir að lýðræðisskýrslan norræna sem var unnin undir forystu Kristínar Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, hafi sýnt fram á sama mynstur á Norðurlöndum). Níu milljón fleiri konur en karlar kusu í Bandaríkjunum 2004. Þá voru það giftar konur sem höfðu úrslitaáhrif - einhleypar og yngri konur kjósa frekar demókrata. Eftir kosningabaráttu Hillary Clintons og með Sarah Palin í framboði, þá er spennandi að sjá hvort enn hærra hlutfall kvenna mætir á kjörstað í nóvember.

Það eru þó ekki stuðningskonur Hillary Clinton sem McCain er á höttunum eftir. Það, að þessar konur sögðust kannski ekki myndu styðja Obama, þ.e. sitja heima eða styðja McCain, dró hins vegar athygli framboðs hans að því að hægt væri að herja á þennan hóp kjósenda. McCain er hins vegar að eltast við annars vegar Wal-Mart-konur, sem eru með undir 60.000 dollurum í laun á ári og ekki með háskólagráðu, og hins vegar konur í úthverfum í ríkjunum Flórída, Michigan, Pennsylvaníu og Wisconsin.

Í framhaldi af auglýsingaumræðunni, þá er hér myndband af Karl Rove, fyrrum ráðgjafa Bush, þar sem hann gagnrýnir McCain fyrir að ljúga upp á Obama í auglýsingum sínum.

===

Að allt öðru - sá eitthvað í fréttum um að markaðir í Asíu væru enn sterkir, en það gengur þvert á það sem þessi grein segir að BRIC-ríkin svokölluðu (Brasilía, Rússland, Indland, Kína) séu á jafnmikilli niðurleið og við hin; eina ástæðan fyrir því að lækkunin á mörkuðum á Indlandi er minni en annars staðar er að þar varð þriðjungs lækkun áður en hún varð annars staðar. Ég held það sé nokkuð til í því að við verðum að venja okkur við annan lífsstíl.

===

Þar sem þetta er eiginlega orðið ekkert nema bandarískt kosningablogg skellti ég inn teljara - 50 DAGAR Í KOSNINGAR Í DAG!
Setja á Facebook

6 comments:

Anonymous said...

MErkilegt þetta Rove videó því ég var að hlusta á C-Span í gær þar sem þessu viðtali var enddur útvarpað og ég man þessi orðaskipti öðruvísi.

Reyndar voru þau svona ég bolda það sem huffpost sleppir:

"But look. Both campaigns are making a mistake, and that is they are taking whatever their attacks are and going one step too far. We saw this this week, for example, in the Obama ad where he makes the point, a legitimate point, that John McCain came to the United States Congress in 1982 and that he has been a longtime Washington insider.

But they then say he doesn't even know how to use a — you know, doesn't send e-mail. Well, this is because his war injuries keep him from being able to use a keyboard. He can't type. You know, it's like saying he can't do jumping jacks.

Well, there's a reason why he can't raise his arms above his head. There's a reason why he doesn't have the nimbleness in his fingers.

WALLACE: All right, and for
fair game, what is McCain doing that goes a step too far?

ROVE: Well, McCain has gone in some of his ads — similarly gone one step too far, and sort of attributing to Obama things that are, you know, beyond the 100-percent-truth test.

They don't need to attack each other in this way. They have legitimate points to make about each other that are beyond, you know, the..."

HuffPost er þó ekki í áróðursstríði fyrir Obama?

Silja Bára Ómarsdóttir said...

hehe, skyldi þó aldrei vera? Takk fyrir þetta, mér fannst þetta einmitt athyglisvert með skiptin þarna "for fair game", það var augljóst að eitthvað vantaði. Kosningastjórn Obama hefur hins vegar sent fréttatilkynningu um þetta til allra sinna stuðningsmanna og ætlar sér greinilega að nýta Rove í baráttunni...

En með þessum lokaorðum get ég sennilega í fyrsta sinn verið sammála e-u sem Rove segir!

Gummi Erlings said...

Þessi afsökun Rove um vangetu McCain er nú reyndar skotin alveg þokkalega vel niður hérna hjá Ben Smith í Politico:
http://www.politico.com/blogs/bensmith/0908/McCains_hands_contd.html#comments

En ég væri samt alveg til í að fá uppgefið hitastigið í helvíti, nú þegar bæði Rove og O'Reilly byrja að bera blak af Obama...

Anonymous said...

"and sort of attributing to Obama things that are, you know, beyond the 100-percent-truth test"

ef þetta er að bera blak af Obama þá heiti ég snati.

p.s. ef plouffe heldur að með því að segja "look, Karl Rove agrees with us!" hjálpi þá er hann galnari en ég hélt - hvað er næst? George Bush kannski?

slæm strategía

Sigfus said...

Nú er ég búinn að finna staðgengil Freedom fries, mun líta hér inn fram að konsingum. Nauðsynlegt að hafa blogg Íslendings sem hefur vit á bandarískum stjórnmálum í aðdraganda þessara mikilvægu kosninga.

Keep up the good work!

Anonymous said...

Slot machines typically display a sequence of spins the place players appear to be only one image away from a win, main them to imagine that they virtually won falsely. Slot games do not work cyclically, and slot machine 카지노사이트 jackpots don't turn out to be due. Bovada hosts round a hundred and twenty completely different slot games, and overwhelming majority of} them are progressive jackpot slots. All of these are 3D slots delivering a cinematic expertise with high-definition graphics and crisp sound effects.

Post a Comment