25.8.08

barackað

Hér er allt fullt af bolum sem á stendur "Barack Star" og "Barack the Vote" og það vantar ekki upp á stjörnufansinn í borginni meðan á ráðstefnunni stendur. Nokkrir veitingastaðir eru m.a.s. lokaðir sauðsvörtum almúganum og hleypa eingöngu útvöldum inn. Með passanum mínum fylgdi boðskort á einn svoleiðis stað, sem ég reikna með að þýði að þar séu ekki stóru stjörnurnar.

Borgin er gjörsamlega undirlögð af ráðstefnunni, á stuttum göngutúr eftir 16th Street Mall í gær að sækja passann sá ég um 20 ólíka hópa af lögreglumönnum í óeirðagöllum. Sumir voru á hestum, aðrir á hjólum, mótorhjólum, segway, eða bara tveimur jafnfljótum. Lögreglulið hefur verið kallað inn frá nærliggjandi borgum og ríkjum til að tryggja að allt fari vel fram hér. Sumir hóparnir gengu bara um göturnar, aðrir fylgdu mótmælendahópum sem marséruðu á fyrirfram ákveðnum tímum. Meðal þeirra voru Code Pink For Peace og uppgjafa hermenn úr Íraksstríðinu gegn stríðinu en það eru 5-10 mótmælagöngur á hverjum degi. Á fimm metra fresti mátti sjá bás selja eitthvað tengt ráðstefnunni, m.a. Obama brúðu (ég keypti svoleiðis handa litla Obamamaniacnum á heimilinu þar sem ég gisti).

Einhver er ástæðan fyrir því hversu uppnumið fólk er yfir þessari ráðstefnu og framboði Obama. Martin Luther King hélt ræðu daginn áður en hann var myrtur þar sem hann sagði:
I just want to do God's will. And He's allowed me to go up to the mountain. And I've looked over. And I've seen the Promised Land. I may not get there with you. But I want you to know tonight, that we, as a people, will get to the Promised Land!
Dave Stewart (úr Eurythmics) og Bono sömdu þetta lag hér að neðan og Stewart tileinkar það öllu því fólki sem er að taka þátt í stjórnmálum í fyrsta sinn, heillað af skilaboðum Obama. 45 árum eftir upp á dag eftir þekktustu ræðu Kings, I Have a Dream, tekur Barack Obama við tilnefningu demókrataflokksins og vonast til að gera drauminn að veruleika.

Setja á Facebook

4 comments:

Skorrdal said...

Passaðu þig bara á að gera eða segja ekki neitt slæmt. Þeir eru viðbúnir að smala: http://www.brasschecktv.com/page/406.html

Anonymous said...

Frábært að fá nýjan bloggara á Eyjuna sem hefur stílgáfu og sans fyrir texta.

Meira.

Rómverji

Anonymous said...

Ekki misskilja mig, ég held með Obama og vona hann að hann verði forseti en Obama dúkka...er það ekki einum of mikið??? Ég er farin að fá áhyggjur að greyið maðurinn er hafður svo upp til skýjanna að fallið niður fyrir hann verður gríðarlegt!!! En ég vona ekki. Ég vona að hann nái kjöri og nái að láta orð verða að veruleika.

Silja Bára Ómarsdóttir said...

Skorrdal - takk fyrir viðvörunina, ég skal passa mig.
Rómverji, takk fyrir hrósið.
Jóna - það var gerður Hillary hnotubrjótur sl. vetur, það er fátt heilagt hér. Ég sá reyndar líka Hillary dúkku í dag og aðra tegund af Obama dúkku, sú sem ég keypti í gær var meira í stíl við Action Man. Stóra spurningin núna er nákvæmlega þessi, nær Obama að láta drauminn rætast, hver er stefnan á bak við vonina?

Post a Comment